þriðjudagur, 20. apríl 2010

cinematic baaa

jahérna hér. Hélt að ég væri að fara að hlusta á nýjustu Cinematic Orchestra en allt kom fyrir ekki. Hér er margt að gerast enda lögboðið vor fyrst sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn. Nýjir einstaklingar hafa fæðst í þennan heim sem ég hlakka ógurlega til að kynnast. Velkomin í heiminn Emily og Moritz. 2 fersk krútt í Kanada til viðbótar. Mig langar til að fara og sjá vorbörnin í Húsdýragarðinum. Meeee. Baaaa.

Sinfóníutónleikar fjölskyldunnar þetta misserið voru sl.laugardag með SÍ og Maxímús Músíkmús. Fyrsta átrúnaðargoðið?

Vinnuvikan mín er ánægjuleg. Best er þó hvað hún líður hratt. Það er gaman og í gær lágum við á gólfinu í slökun og sólin skein inn um þakgluggana. Heví næs. Face er samt aðalorðið. Fail er líka svolítið að koma inn. Nemendur reyna að nota Face við öll möguleg tækifæri þó þau yngri skilji ekki alveg út á hvað orðatiltækið gengur.

Hér fer fram líkamleg-, tilfinningaleg- og hugarhreinsun sem virkar vel svona á vordögum þegar vindarnir blása og eldgosið gýs og askan svífur. Ég svíf.

Hlýddi á 2 erindi nýlega um vistvænan femínisma. Ég vil vera vistvæn. Er femínisti. Núna bíður mín tebolli og grein um fegurð í fyrirbærafræðilegum og femínískum skilningi. Lifið heil.