þriðjudagur, 27. febrúar 2007

sultanas

má bjóða þér pizzu?

já, takk, fékk mér einmitt pizzu með rúsínum í draumnum mínum í nótt.
namm.

(þetta voru sko ljósar rúsínur, held þær heiti sultanas upp á enskuna).

sunnudagur, 25. febrúar 2007

föstudagur, 23. febrúar 2007

freaky friday

á leiðinni út í sólina eftir góðan vinnudag. Held allaveganna að það sé sól úti... Sé bara himininn sem er einmitt blár í dag. Hann er sko ekkert alltaf blár. Sá ekki eldorgelið á Austurvelli í gær, en ætla að þiggja tónleikaboð Hlaupanótunnar (sem er náttúrulega uppáhalds útvarpsþátturinn minn) í kvöld. Er í smá bobba hérna, verandi prinsípp manneskja. Vetrarhátíð í gangi sem ég ætla að taka þátt í, á strigaskóm. Líður ekkert of vel með það að þurfa að vera svona á skjön.... he he he. En finnst bara ótækt að vera í öðrum skóm heldur en strigaskóm um þessar mundir þegar sólin skín.

Hamingjuóskir til vinahjóna minna sem eignuðust sitt fyrsta barn í morgun.
Og kveðja til Kötu sem ég vil hitta brátt með glundur í glasi.

Góða helgi góðir hálsar.

miðvikudagur, 21. febrúar 2007

breakthrough

report: Búin að fá aðgang að vinnuaðstöðu upp í skóla þannig að það er mikill munur. Nú fer ég á annan stað til þess að ,,vinna". Heimilið ekki lengur eins mikið undirlagt.

State of disarray. Eða nei.
Allt í fínu flæði hérna megin.

föstudagur, 16. febrúar 2007

fimmtudagur, 15. febrúar 2007

draumur

Ég byrjaði á því að fara í heimsókn til Heimis vinar míns upp í ris. Í þann mund að mig bar að garði voru einmitt 3 vinir hans að fara frá honum. Heimir braut saman þvottinn, sýndi mér baðið sem hann var búinn að koma vel fyrir inni á baðherbergi (undir risinu). Nýr leigjandi (kvk) var byrjaður að leigja með honum auk þess sem hann leyfði mér að finna lyktina af hreinni jojoba-olíu úr stórri glerkrús uppi í hillu. Ég furðaði mig á því að hún var nánast lyktarlaus.

Eftir að ég fór frá honum fór ég á tónleika í stóru húsi niðri á höfn. Þar inni var margt um manninn. Fyrsta manneskjan sem ég kannaðist við var ein af bloggdrottningum landsins. Hún kallaði á mig og ég settist hjá henni. En við vorum á bar-svæðinu en tónleikarnir voru lokaðir af í öðru rými. Við borðið hjá henni sátu 2 menn, óskyldir. Einn var í síðum leðurfrakka og gerði góðlátlegt grín að drottningunni, alveg eins og ég hafði gert í huganum. Ég stoppaði stutt hjá þeim og hélt inn á tónleikana.

Eftir það fór ég í sund. Þetta var innisundlaug. Um leið og ég var komin ofan í vissi ég að ég hefði synt þarna áður af botninum að dæma. Ég vissi hvernig landið (sundlaugin) lá. Þessi sundlaug var með tæru vatni en gluggar hússins sem hún var hluti af voru fokheldir og með glæru plasti í í stað glers. Þarna synti ég í mestu makindum og þegar ég var að koma út í dýpsta hlutann hitti ég Arnar frænda minn í lauginni. Við syntum aðeins saman. Það var bara gaman.

já, það var semsagt mikið að gera hjá mér í nótt, nú er ég búin að fara í sturtu og vekja mig almennilega. Dagurinn bíður með spennandi verkefni. Vona að þú njótir dagsins.

föstudagur, 9. febrúar 2007

ríkið

Í dag greip ég eina hvítvín og fór að kassanum.
Afgreiðslumaðurinn virtist hinn viðkunnalegasti og eftir venjulegt góðan dag í báðar áttir spurði hann:
á bara að skemmta sér um helgina?
ég: já, hafa það huggó
átvr: þá gera það 1390 krónur.
ég: afhendi honum debit kortið
átvr: (skoðar kortið) já ertu sporðdreki?
ég: hmm, já
átvr: ég hef verið með 3 stelpum sem hafa verið sporðdrekar og það bara gekk ekki
ég: mhm
átvr: já ég þekki sko sporðdreka, en þær voru bara soldið klikkaðar
ég: einmitt....

Held ég ætli ekkert að taka upp á því að tileinka mér þessa klikkun sporðdrekakvennanna ríkisstarfsmannsins.
Góða helgi.

miðvikudagur, 7. febrúar 2007

mið

Mér likar vel norðanáttin. Nóg af sól. Nóg af kulda.
Í síðastliðinni hitabylgju fannst mér notalegt að sofa við opinn gluggann. Það á ekki við lengur. Nú er kalt. Um þessar mundir les ég einmitt An Inconvenient Truth bók Al Gore. Nett sjokk í gangi hjá mér. Ég vil bjarga jörðinni, en þú?

p.s. heyrði í góðum útvarpsþætti á Rúv um daginn vísað til minnar kynslóðar fólks sem lætur sig náttúruvernd varða, en orðið sem notað var, var NÁTTÚRUHAUS.

þriðjudagur, 6. febrúar 2007

heilinn minn

hvort sem það er ég er heilinn minn eða ég og heilinn minn þá er ég búin að vera með það lag einmitt á heilanum í allan morgun. Poppuð lína sem getur ekki hætt í hausnum á mér. Það er hið besta mál enda held ég pottþétt með því lagi, þó heilabúið sé kannski ekki alveg í stakk búið að hafa þetta lag í bakgrunninum á meðan skóladót er lesið.

gefðu mér eina pepsí
dúndur dósagos

laugardagur, 3. febrúar 2007

fimmtudagur, 1. febrúar 2007

frettir

Ákvað að klippa bút úr fréttatilkynningu þar sem mér er málið kært.

Fimmtudagurinn 1. febrúar
Curver + Kimono kemur í búðir en henni er dreift af Smekkleysu.
Á þessum degi var einmitt fyrsta freak-mixið gert fyrir fjórum árum

Föstudagurinn 2. febrúar
Útgáfupartý auk ljósmyndasýningar úr teboðinu í gallerí AugaFyrirAuga á Hverfisgötu 35. Þar verður boðið upp á
léttar veitingar milli klukkan 21:00 og 00:00.
Á miðnætti mun Curver þeyta skífum það sem eftir lifir nætur á Sirkús.

Laugardagurinn 3. febrúar
Curver og Kimono halda þriggja klukkutíma spunatónleika í Gallerí
Kling og Bang, Laugavegi 23. Tónleikarnir standa frá klukkan
16:00-19:00 og hugsaðir meira sem hljóðinnsetning sem gestir ganga
inní sækadelískan hljóðheim Curver + Kimono.