heppni
ég er svo heppin. Heppin huppa. Búin að eiga góðan dag sem á ábyggilega eftir að verða enn betri. Undanfarna daga hef ég verið í endur-holdgun.... ha ha endurskoðun nei, endur fyrir löngu. Það á alveg að drepa mann úr fyndni. Ég pantaði semsagt að fá kvef eftir að airwaves lyki svo ég gæti stundað rannsóknir og verið gestgjafi. Og auðvitað fékk ég það og er mjög glöð yfir því að geta pantað svona eftir hentugleik. Fann nefnilega þegar airwaves var að detta inn að eitthvað væri á seyði í hálsinum og pantaði þá bara að það myndi frekar koma eftir nokkra daga sem það og gerði.
Tet e te.
Þamba te.
Bamba leg.
Tetete.
Fór á Þjóðarspegilinn í morgun og hlustaði á fyrirlestra um asískar konur á Íslandi, Kaupmennsku á Spáni, Birtingu Afríku í fylgiblöðum Morgunblaðsins og Hugmyndir um börn, nýbura og ómennsk börn. Mjög spennó. Síðan náttúrulega var ég búin að vera að leita á fullu eftir einhverju að lesa, þegar ég hitti hann Þórð sem bendir mér á bók sem ég er svo spennt yfir að ég er að deyja, með andarteppu. Empire of dirt.
Lunch með mömmu sem er svo góð. Af henni drýpur ekki depurð. Ennþá kennir hún mér svo margt.
Dömudinner í kvöld sem þýðir bara varalitur á glösum, háir hælar og naglalakk.
Takk fyrir mig elsku alheimur.
Vona að þú eigir góða helgi.
föstudagur, 27. október 2006
mánudagur, 23. október 2006
sudihaus
soldill skjálfti svona á sunnudagskvöldi.
Mið
Bent Fræ
Original Melody Forgotten Lores.
Fim
Benny´s Crespos Gang Mammút
LayLow Æla Skátar Seabear LangiSeli.
Fös
Skakkamanage Reykjavík! Kimono
Steintryggur 120 Days Stilluppsteypa Dalek The Go Team!.
Laug
Campfire Backtracks LayLow
Ólöf Arnalds Kira Kira Brazilian Girls Patrick Watson
Sunn
Hellvar Helgi Valur Bob Justman Ultra Mega Technobandið Stefán
Þarna má sjá 24 innlend atriði og 5 erlend ef ég tel rétt. Það var gaman.
Las ég í blaðinu að 200 000 milljónir safnist í þjóðarkassann á meðan Airwaves stendur? (fer frjálslega með núllin, man ekki svo glöggt) Og hver segir að list borgi sig ekki? Var einhver að segja að tónlistarmenn (listamenn) séu aumingjar... sem slefa... og nú verður mér hallað. Ég ætla að halla mér. Góða nótt.
Mið
Bent Fræ
Original Melody Forgotten Lores.
Fim
Benny´s Crespos Gang Mammút
LayLow Æla Skátar Seabear LangiSeli.
Fös
Skakkamanage Reykjavík! Kimono
Steintryggur 120 Days Stilluppsteypa Dalek The Go Team!.
Laug
Campfire Backtracks LayLow
Ólöf Arnalds Kira Kira Brazilian Girls Patrick Watson
Sunn
Hellvar Helgi Valur Bob Justman Ultra Mega Technobandið Stefán
Þarna má sjá 24 innlend atriði og 5 erlend ef ég tel rétt. Það var gaman.
Las ég í blaðinu að 200 000 milljónir safnist í þjóðarkassann á meðan Airwaves stendur? (fer frjálslega með núllin, man ekki svo glöggt) Og hver segir að list borgi sig ekki? Var einhver að segja að tónlistarmenn (listamenn) séu aumingjar... sem slefa... og nú verður mér hallað. Ég ætla að halla mér. Góða nótt.
miðvikudagur, 18. október 2006
otto
ekki nashyrningurinn, heldur von shirach hljómar í þessum töluðu og allar líkur eru á því að ég eigi eftir að fá að njóta þessara tóna á komandi tónleikum. Já, ég er orðin spennt. Viðurkenni það fúslega. Þessi tónlistarhátíð á þó eftir að vera ólík þeim sem ég hef áður sótt þar sem ég mun njóta hennar í nafni vísindanna. Já og jamm og sei sei ég verð við rannsóknarstörf þannig að ég mun líklega vera í hófi. Koddí hófið í kvöld. Reif í hófinn. Hófí, þú ert svo sæt.
Aðstandendur hátíðarinnar voru svo elskulegir að útvega mér miða (aftur, í nafni vísindanna) sem ég kann ótrúlega vel að meta og færi þeim þakkir í formi hugskeyta (í hófi þó). Tveir svigar á örskömmum tíma. Ég á samt ekki eftir að vera við rannsóknir alla hátíðina heldur bara smá á hverjum degi og ég er að fara að byrja í kvöld. Þannig að þó þú hittir mig, þá getum við alveg talað saman... ég verð semsagt ekki í hvíta sloppnum með gleraugun og gúmmí-hanskana.
hvað meira, jú. Hér heima er von á gestum sem allir taka þátt í hátíðinni. M.a. frá Spáni, Bretlandi, Garði og Þýskalandi. Held að aldrei hafi svona margir sofið hérna og þess vegna þarf ég að fara að redda bedda. Myndi alveg elda kjötsúpu fyrir liðið ef ég ætti kind og byssu. Hvað er málið með það að auglýsa dag kjötsúpunnar? Ég vil frekar sjá Tófúdaginn. Hljómar einhvern veginn betur. Kannski baka ég bara frekar langbestu skúffukökuna í heimi.
Massen. Sól og læti úti. Er að fara í skólann. Fyrir mér var fyrsti vetrardagurinn í gær. Heilum fjórum dögum á undan áætlun. Ást og friður.
Aðstandendur hátíðarinnar voru svo elskulegir að útvega mér miða (aftur, í nafni vísindanna) sem ég kann ótrúlega vel að meta og færi þeim þakkir í formi hugskeyta (í hófi þó). Tveir svigar á örskömmum tíma. Ég á samt ekki eftir að vera við rannsóknir alla hátíðina heldur bara smá á hverjum degi og ég er að fara að byrja í kvöld. Þannig að þó þú hittir mig, þá getum við alveg talað saman... ég verð semsagt ekki í hvíta sloppnum með gleraugun og gúmmí-hanskana.
hvað meira, jú. Hér heima er von á gestum sem allir taka þátt í hátíðinni. M.a. frá Spáni, Bretlandi, Garði og Þýskalandi. Held að aldrei hafi svona margir sofið hérna og þess vegna þarf ég að fara að redda bedda. Myndi alveg elda kjötsúpu fyrir liðið ef ég ætti kind og byssu. Hvað er málið með það að auglýsa dag kjötsúpunnar? Ég vil frekar sjá Tófúdaginn. Hljómar einhvern veginn betur. Kannski baka ég bara frekar langbestu skúffukökuna í heimi.
Massen. Sól og læti úti. Er að fara í skólann. Fyrir mér var fyrsti vetrardagurinn í gær. Heilum fjórum dögum á undan áætlun. Ást og friður.
föstudagur, 13. október 2006
back to sbasics
í einfeldni minni hélt ég að Christina Aquileira væri eitthvað að hverfa til einfaldleikans og gömlu dívanna með því að skýra diskinn sinn back to basics. Svo er ekki.
Gerði mér dagamun og fór í Skífuna (af öllum plötubúðunum, fer mjög mjög sjaldan þangað) til að fá að hlusta á Christinu. Maður fer bara ekki í 12 tóna eða smekkleysu og biður um Christinu... veit ekki einu sinni hvort tónlist hennar fái að koma þangað inn... ef ég væri búðareigandi, jú, þá náttúrulega gæti ég ekki verið með allar plötur heimsins.
En hvað um það, á meðan ég sat á barstólnum, með heyrnartólin að hlusta á Christinu þá kom inn maður sem spilaði tölvuleiki bara rétt svona á meðan ég var þarna... hlakka bara til að fara að æfa mig í tölvuleikjum í SKífunni.
Góða helgi fallega fólk.
Gerði mér dagamun og fór í Skífuna (af öllum plötubúðunum, fer mjög mjög sjaldan þangað) til að fá að hlusta á Christinu. Maður fer bara ekki í 12 tóna eða smekkleysu og biður um Christinu... veit ekki einu sinni hvort tónlist hennar fái að koma þangað inn... ef ég væri búðareigandi, jú, þá náttúrulega gæti ég ekki verið með allar plötur heimsins.
En hvað um það, á meðan ég sat á barstólnum, með heyrnartólin að hlusta á Christinu þá kom inn maður sem spilaði tölvuleiki bara rétt svona á meðan ég var þarna... hlakka bara til að fara að æfa mig í tölvuleikjum í SKífunni.
Góða helgi fallega fólk.
þriðjudagur, 10. október 2006
sunnudagur, 8. október 2006
Hér að ofan má sjá ýmislegt eins og rómantískan blómvönd, fallegan svepp og tunglið sem skein svo fallega á Þingvöllum þar sem ég fór í stafaþrautina sem var hluti af æsispennandi ratleik í náttúrunni sem er náttúrulega bara snilldarhugmynd fyrir þá sem þurfa að hafa eitthvað að gera í náttúrunni. Gekk aftur í barndóm þegar ég fékk að sofa heima hjá vinum mínum í Kópavogi sem elduðu afar gómsæta smjörsteikta bleikju en trikkið er víst að hella smá ólífuolíu út í smjörið svo það brenni ekki allt við.
Lemming er góð mynd og danska myndin Sápa er það líka. Kannski nánar um það seinna, en nú verð ég að fara út að kaupa mjólk. kveð að sinni kát í hjarta.
þriðjudagur, 3. október 2006
I-IIIII=III--
vindhviðu síðustu viku tekur að lægja.
Lyklavöldin eru komin í hendur góðs manns en í dag er fyrsti í án atvinnu og því er ég enn að jafna mig. Annars er atvinnan mín hin, skólinn, rosa spennandi þessa dagana og ég er að byrja að taka viðtöl. Með gleði og trega kveð ég vinnustaðinn. Nýir tímar framundan.
Fór á frábæran fyrirlestur um list hjá þýskum heimspekigaur Georg W. Bertram sem mér langar að skrifa um en nenni ekki núna, hjá honum er málið bara að ekki sé hægt að skilja list á hlutlægan hátt og að hún geti verið skilin sem sjálfsþekking. Já ég held ég elski list.
Við þingsetningu í gær mótmælti ég ásamt svona 29 manns fyrir framan Alþingishúsið. Þar stóðu lögreglumenn og -konur heiðursvörð sem felur "hebb tú þrí for, hebb tú snú" í sér. Gasalega leið mér örugglega við að sjá lögregluna geta snúið sér á tá og fæti í takt með hanska og vel greitt hárið. En herforinginn stjórnaði og öskraði leiðbeiningarnar eins og maður sér í her-bíómyndunum.
Vort daglegt brauð er mynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem er mjög sérstök fyrir þær sakir að ekkert er talað í henni og tilbúin tónlist er ekki notuð, heldur einungis við þau raunverulegu/umhverfis hljóð sem áttu sér stað við tökur myndarinnar. En myndin gefur mjög góða sýn hvernig maturinn sem við látum ofan í okkur (og þá allra helst Evrópubúar) er búinn til. Myndin byrjaði hægt og ég bjóst ekki við miklu en að lokum var ég farin að kúgast yfir öllu ógeðinu. Ætla ekkert að fara að lýsa því í smáatriðum, en maður hugsar sig kannski aðeins um hvaðan ólífurnar og paprikurnar og kjúklilngarnir og fiskflökin koma næst... ég er allaveganna mjög glöð yfir að hafa séð þessa mynd því verandi borgarstúlka hef ég ekki mikla tilfinningu yfir því hvað þarf að gera þegar maður slátrar kú, ræktar sólblóm, fer í sérstakan eiturefna hvítan galla með gasgrímu til að úða grænmetið, elur grísi eða tínir tómata. Sér í lagi þegar það er gert í þessum iðnaði þar sem magnið og hraðinn skiptir öllu máli en gæði vöru og siðferði við vinnslu er ekki tekið með í reikninginn.
Á sama tíma og Vort daglegt brauð vakti upp ógeð hjá mér á öllum þeim ,,venjulega" ólífræna mat sem maður borðar dags daglega þá beinir það augum mínum til heilaþvottastöðvanna, því hvernig hafa fyrri kynslóðir komist af án þess að borða einhvern svaka vottaðan mat sem kostar grilljón krónur? Þá er ég ekki frá því að markaðsöflin skipti líka miklu máli í þessum efnum sem öðrum, skammtar orðnir stærri, unnin matvara algengari, lífrænn matur verður hluti af stéttskiptingu samfélagsins því ekki hafa allir kost á að kaupa lífrænt, tímaskortur til eldamennsku almennur vegna vinnuálags o.s.frv. Kannski bara vítahringur sem verður að brjóta, kannski bara hægt, borða hægt...
góðir hlutir gerast hægt.
Lyklavöldin eru komin í hendur góðs manns en í dag er fyrsti í án atvinnu og því er ég enn að jafna mig. Annars er atvinnan mín hin, skólinn, rosa spennandi þessa dagana og ég er að byrja að taka viðtöl. Með gleði og trega kveð ég vinnustaðinn. Nýir tímar framundan.
Fór á frábæran fyrirlestur um list hjá þýskum heimspekigaur Georg W. Bertram sem mér langar að skrifa um en nenni ekki núna, hjá honum er málið bara að ekki sé hægt að skilja list á hlutlægan hátt og að hún geti verið skilin sem sjálfsþekking. Já ég held ég elski list.
Við þingsetningu í gær mótmælti ég ásamt svona 29 manns fyrir framan Alþingishúsið. Þar stóðu lögreglumenn og -konur heiðursvörð sem felur "hebb tú þrí for, hebb tú snú" í sér. Gasalega leið mér örugglega við að sjá lögregluna geta snúið sér á tá og fæti í takt með hanska og vel greitt hárið. En herforinginn stjórnaði og öskraði leiðbeiningarnar eins og maður sér í her-bíómyndunum.
Vort daglegt brauð er mynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem er mjög sérstök fyrir þær sakir að ekkert er talað í henni og tilbúin tónlist er ekki notuð, heldur einungis við þau raunverulegu/umhverfis hljóð sem áttu sér stað við tökur myndarinnar. En myndin gefur mjög góða sýn hvernig maturinn sem við látum ofan í okkur (og þá allra helst Evrópubúar) er búinn til. Myndin byrjaði hægt og ég bjóst ekki við miklu en að lokum var ég farin að kúgast yfir öllu ógeðinu. Ætla ekkert að fara að lýsa því í smáatriðum, en maður hugsar sig kannski aðeins um hvaðan ólífurnar og paprikurnar og kjúklilngarnir og fiskflökin koma næst... ég er allaveganna mjög glöð yfir að hafa séð þessa mynd því verandi borgarstúlka hef ég ekki mikla tilfinningu yfir því hvað þarf að gera þegar maður slátrar kú, ræktar sólblóm, fer í sérstakan eiturefna hvítan galla með gasgrímu til að úða grænmetið, elur grísi eða tínir tómata. Sér í lagi þegar það er gert í þessum iðnaði þar sem magnið og hraðinn skiptir öllu máli en gæði vöru og siðferði við vinnslu er ekki tekið með í reikninginn.
Á sama tíma og Vort daglegt brauð vakti upp ógeð hjá mér á öllum þeim ,,venjulega" ólífræna mat sem maður borðar dags daglega þá beinir það augum mínum til heilaþvottastöðvanna, því hvernig hafa fyrri kynslóðir komist af án þess að borða einhvern svaka vottaðan mat sem kostar grilljón krónur? Þá er ég ekki frá því að markaðsöflin skipti líka miklu máli í þessum efnum sem öðrum, skammtar orðnir stærri, unnin matvara algengari, lífrænn matur verður hluti af stéttskiptingu samfélagsins því ekki hafa allir kost á að kaupa lífrænt, tímaskortur til eldamennsku almennur vegna vinnuálags o.s.frv. Kannski bara vítahringur sem verður að brjóta, kannski bara hægt, borða hægt...
góðir hlutir gerast hægt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)