mánudagur, 29. desember 2008

jóla jóla en ekki bóla

jólagjafirnar þetta árið voru eftirfarandi:

Rökkurbýsnir
Skaparinn
Vetrarsól
Standlampi
Hálsklútur
Heimaprjónuð ofurfallegablá húfa.
Nudd inneign.

Ekki amalegt það. Enn hef ég ekki lokið við Rökkurbýsnir sem er fyrsta bókin sem ég tek mér í hönd. Algjört konfekt að lesa. Spiluð var vist í einu boðinu þar sem verðlaun voru í boði og í öðru voru free-style dansar dansaðir við jólalög. Jólakalkúnninn dugði í margar máltíðir og þrjár bíða í frystinum. Í kvöld voru beinin soðin og gómsæt súpa löguð. Gaman að geta nýtt hvert bein. Nú hef ég staðið mig að því að hugsa til hækkandi sólar og þeirrar gleði sem hver sólargeisli býður uppá. Ég hlakka til lengri daga og þeirra atvinnulausu ævintýra sem nýja árið hefur að geyma.

þriðjudagur, 23. desember 2008

mánudagur, 22. desember 2008

laugardagur, 20. desember 2008

hvar er hún jólabóla?
Útlit er fyrir að hún sé að koma í heimsókn á andlit mitt. Byrja þar að hreiðra um sig í sönnum anda jólanna þar sem allir eiga skjól.
hvar er hún jólabóla?

mánudagur, 8. desember 2008

um veðrið og annan fjanda

Þá er ég komin í hátíðarleyfi frá kennslu. Útskriftin í dag var skemmtileg og notaleg enda var ég að kveðja einstaklega góðan og samrýndan hóp fólks sem margt hvert hefur verið hér í um 10 ár. Við afhendingu prófskírteina fengu nemendur skírteini annarra og áttu að lýsa þeirri persónu þar til hinir höfðu giskað á hver átti skírteinið. Það sem kom upp var m.a.: hún er gömul, falleg, með stóran rass, skemmtileg, dugleg að tala íslensku, síminn hennar er alltaf að hringja, hún eldar góðan mat og hún þarf að læra að segja R.

Annars er niðurgangur daglegt brauð hér á bæ og bleyjurnar á baðinu ilma ekki vel. Vanalega er kúkurinn fullkominn. Þ.e.a.s. þéttir hnullungar sem maður gæti ímyndað sér að sjá í grínbúð. Það er alltaf jafngaman að skoða skítinn. Nú tekur við að segja niðurganginum stríð á hendur, góð ráð óskast. Þá er jólajóla farið að láta á sér kræla og seríur komnar út í glugga en ekkert á borð við systur mína sem bauð í dásamlega súpu í gær í skreytt og notalegt hús.

Þegar snjórinn sest niður og lýsir upp umhverfið líður mér vel. Mér líður líka vel í sundi þegar stjörnurnar tindra fyrir ofan mig og ljósin í vatninu umlykja mig. Það er nokkuð svalt að sjá lognið á undan storminum í bókstaflegri merkingu eins og í gær þegar ég sá hvíta úrkomuna nálgast, lita blásvartan himinninn gráan og loks byrja að berja á höfuð mitt. Þá er gott að geta farið inn.