mánudagur, 3. júlí 2006

crazy jane is back in my mind...

og nick drake syngur og spilar fyrir mig í þessum töluðu. Eftir annasama helgi er ég núna fyrst að róast niður enda alveg að verða tilbúin að fara. Búin að pakka fötunum, á eftir snyrtidót og dót til að leika sér með sem inniheldur 5bækur tölvu myndavél 1 stk tímarit og E621. Í fréttablaðinu í dag var frétt þess efnis að áætlaður fjöldi í miðborg Berlínar á morgun er 900,000. Krakkar, þið þurfið ekkert að taka svona vel á móti mér.

Velti því fyrir mér hvort ég eigi eftir að eignast nýja vini á 2 mánuðum. Hvað tekur það langan tíma að eignast nýjan vin? Hvenær kallar maður fólk kunningja og hvenær kallar maður fólk vini?

Þá var skellt í óvænta síðbúna afmælisveislu fyrir föður minn, sjötugan. Sækir vatn í mæjónesfötu niður í fjöru (semsagt sjó) og baðar psoriasis hendurnar sínar í því, ætlar að ná sér heilum á viku... það er markmiðið allaveganna í bili. Ráðist var í gerð heimildarmyndbands um þessa samkomu, þar sem hver og einn fékk m.a. að senda kveðju. Aðeins einum af 21 datt í hug að syngja afmælissönginn.

Blómin komin í pössun þar sem þeim líður strax vel.
Ég að fara í pössun til stórborgar og ég er sannfærð um að mér eigi strax eftir að líða vel.

4 ummæli:

baba sagði...

eins og blómi á þér eftir að líða mína kæra...

Nafnlaus sagði...

Aaahhh hvað þú ert heppin!! Ekki amalegt að eyða næstu vikum í Berlín. Njóttu þess og auðvitað kynnistu nýju fólki ef þú opnar fyrir það :-)
Góða ferð og góða skemmtun!!

P.S af hverju ætli sé hjólastólamerki við staðfestingarreitinn???

Nafnlaus sagði...

Góða ferð Anna Katrín mín,njóttu þess að vera í faðmi Þjóðverja og vertu dugleg að heimsækja bjórgarðana.
Auf Wiedersehen
Malena

Nikki Badlove sagði...

...hvernig fór leikurinn....djók.....kíkí hér og athuga með berlinernews....