föstudagur, 21. júlí 2006

das Neon.

Svitinn sem sprettur út alls staðar, sérstaklega á höndunum, gerir þær sleipar á lyklaborðinu. Kannski tölvast fólk í heitu löndunum með hanska. Púðurhanska.

Hér skiptast dagarnir mínir svona:
Fyrri hluti dags. Til klukkan sex.
Seinni hluti dags. Eftir klukkan sex.
Nótt.

Mér finnst best að vinna við tölvuna seinni hluta dags. Smá menningarflæði byrjað.
Stundum er mjög heitt á nóttunni. Í gær fékk ég þær fréttir að það væri hitabylgja á Íslandi. Allt bara crazy. Hér er allt ekki crazy, bara frekar hægt og sveitt og skemmtilegt og þægilegt og fallegt og grænt og blóm og fiðrildi og rómans og ís.

Juliane fræddi mig á því að þessi vera (sjá mynd) sem kom í heimsókn í gær sé karlkyns moskítóflugan. Bítur ekki eins og konurnar sem eru miklu minni og ekki neon-grænar. Hvernig þær gera það, ekki spurja mig að því, sagði Juliane að lokum.
IMG_2853
Í fyrrakvöld blés ég neon-lituðum sápukúlum sem voru misheppnað listaverk (að sögn listamannsins) á opnun hér í borg. Þær áttu að vera UV-næmar. Gjörningar, innstallasjónir og nútímalist, beint í æð. Hópur listafólks héðan og þaðan úr heiminum, þ.á.m. ein frænkan í Kanada. Cultural capital hvað? Er einmitt voða forvitin um hvernig fólk aflar sér menningar-inneign í nútímasamfélagi a la Bourdieu í dag. Er til há- og lágmenning?

3 ummæli:

AnnaKatrin sagði...

athugasemd, eða lagfæring:
Þessi neongræna gæti líka verið Grasshopper skv.Geró.

Nikki Badlove sagði...

...ég elska dagskiptinguna þína....gefur mér góða vísbendingu um hversu afslköppuð þú ert....

baba sagði...

tjill tjill..ég hitti líka engisprettur og skrýtna græna ormagorma í sveitinni um helgina...svo gaman fyrir okkur kuldafólk að skoða skrýtnar pöddur..híhí..