Donner=þrumur
og eldingar og gífurleg læti útifyrir. Sko í þrumunum. Ekki í Þjóðverjunum. Búin að horfa á einn og hálfan fótboltaleik í lífinu mínu og það á mjög skömmum tíma. Mér fannst seinni leikurinn mun betri. Ekkert væl og hraður bolti. Jamm, hugtökin... Eftir að Þjóðverjar töpuðu sá ég marga fallast í faðma og gráta. Það var spes. Engin læti og löggurnar sem voru búnar að koma sér fyrir á hverju horni til að róa trylltan lýðinn eftir að Þýskaland ynni voru bara að chilla á hjólunum eða inni í bíl og ábyggilega hlusta á leikinn í talstöðvunum sínum.
Í gær voru 34 stig af hita. Þá svitnar maður og hitnar.
Hitti mann frá Sóvakíu í dag og hann gaf mér blað. Vinur nr. 1
En annars búin að hitta fullt af fallegu fólki og fara þar sögur helst af Carli sem heillar mann upp úr skónum á ensku og þýsku, 2ja ára gamall. Foreldrar hans eru sosem ágætir líka... ha ha ha þau eru útlensk og myndu aldrei skilja þessi skrif. En maður ætti kannski aldrei að segja aldrei. Ég stefni nefnilega að því að rifja þýskukunnáttu mína upp hér á strætum Berlínar og er strax byrjuð. Það er gaman og gengur vel. Takk fyrir kveðjurnar konur.
Einu sinni var ég hluti af hóp sem kallaðist La petite famille. Nú er einn búinn að bransa út og orðinn pabbi. Held maður bransi út þegar önnur kynslóð birtist. Veit ekki hvort hópurinn sé til enn í dag, en ef La petite famille á einhvern tímann eftir að hittast án nokkurs annars, t.d. inni á baði, þá veit ég að tekin verður mynd. Hamingjuóskir til litlu fjölskyldunnar.
föstudagur, 7. júlí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
....gott að heyra af þér....lieben og aschenputtel...hehee..
vá maður mig langar bara að taka næstu lest upp á flugvöllinn og hitta ykkur í dojtsland...men ó men..
Skrifa ummæli