í fyrsta lagi sendi ég afmæliskveðjur til köbenhavn.
Á sama tíma og mér finnst glatað að hafa ekki haft samband við góða vinkonu og óskað henni til hamingju með daginn þá finnst mér það líka ok. Málið er að internetið er staðurinn. Þar fara fram ógrynnin öll af samskiptum vina og allra hinna og þar myndi ég helst hafa haft samband á afmælisdeginum sjálfum við viðkomandi. En.
Ég er bara alltaf á netinu. Straumar þess líðast í kringum líkama minn heima hjá mér, á kaffihúsum, í skólanum. Ég fer á netið nokkrum sinnum á dag í gegnum tölvuna, hlusta, horfi og tjái mig. Ég hef ekkert slæmt um það að segja og elska hraðan aðgang að hvers kyns dóti, en dagar eins og í gær, eru góðir. Þá var ég bara í fríi. Fór ekkert á internetið. Hugsaði samt um það, að ég ætti nú að senda afmæliskveðju. Þannig að internetið var smá með mér, hluti af mér, hugsunum mínum og líkamsstraumrafbylgjum. Ég var semsagt í fríi frá því að setjast gagngert niður fyrir framan tölvuna og pikka, músast, sitja skringilega og stara. Það má alveg nefna að ég átti yndislegan dag og ég sá sólargeisla og fullt af fuglum í trjánum.
Annars er mitt afmæli bráðum á miðvikudaginn. Afmælistónleikar á föstudaginn. Og núna, eftir góðan dag lærdóms og lista ætla ég á fara inn í Drawn Together heiminn as seen on TV.
Ást og friður.
sunnudagur, 12. nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Takk fyrir kveðjuna elsku AK.
wow er það satt? á ég að hætta við að fæða þangað til þú átt afmæli? það væri nú gaman að fá litið barn sem á sama afmælisdag og þú, húrra! kannski geri ég það bara.
tii-hii
Til hamingju með daginn elsku AK. Vonandi verður hann voða góður þessi amælisdagur með kökum og fínerí.
knús og kossar
Hrefna
Hæ, elsku Anna Katrín mín!
Innilega tilhamingju með daginn.
Sendi góða strauma...
Skrifa ummæli