miðvikudagur, 29. ágúst 2007



Á síðdegisgöngu minni um skóginn í dag varð mér hugsað til þess hverrar gæfu ég er aðnjótandi að þurfa ekki að fara að týna sveppi til drýgja tekjurnar þegar ég sá nokkra gægjast upp úr jörðinni í rigningunni. Á morgun fer ég nefnilega á fyrsta starfsmannafundinn í nýju starfi og ég er spennt. Á mánudaginn byrja ég síðan alveg án þess að hafa skrifað undir plagg eða vera komin með nafnspjald. Ég hlakka til.

Þessa dagana er ég aftur á móti á fullu (og þá meina ég á fullu þar sem Kanadadvölin var heldur afslöppuð) við að klára sumarvinnuna mína og það verður að segjast að það gangi bara vel enda flytjendur Iceland Airwaves hátíðarinnar forvitnilegt fólk sem og annað en ég er að reyna að gera mitt besta til að koma sýn þeirra á framfæri. Ég gæti skipt þessum upplýsingum í 3 hluta, fyrir hátíðina, á meðan henni stendur og eftir að henni lýkur og síðan verður náttúrulega ofsa spennó að fá að upplifa hátíðina í ár. September, október...



Tíminn flýgur og það er kominn þurrkari á heimilið. Frekar fullorðins. Fred Dryer í höfuðið á Hunter. Annars bara allt eftir uppskriftinni, nema hvað, einmitt á göngunni minni í dag fannst mér sem líf mitt sé aldrei eftir uppskriftinni. Læt fljóta með undursamlega uppskrift af ídýfu sem smellpassar við allt hið ljúfa og ferska grænmeti sem bíður okkar þessa dagana í búðinni, nú eða með kex/flögum. Tekur 7 mínútur að gera, geymist heillengi í ískáp og bráðnar í munni:

2/3 bolli hnetusmjör (ósætt)
2/3 bolli salsasósa (hot)
1/4 bolli sítrónusafi
1 tsk cumin (man ekki hvað það er á ísl., en er ekki kúmen)
1 mtsk púðursykur
(1 - 2 tsk Worcestershiresósa ef vill til að tjútta aðeins upp í þessu)
Allt mixað saman (e.t.v. með töfrasprota sem nær hnetusmjörinu soldið léttu) og njótið vel.

4 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

...tilhamingju með jobbið kæra mín...ekkert smá gott þegar pantanir manns verða að veruleika...þú ert svo öflug...p.s. geðveikur litur á mömmu þíns kjól í dans við Dodda eiginmann í dag...hehehe..til hamingju með það....

Ragnhild sagði...

hæ elsku Anna Katrín! Knúúúúús til þin frá Ými Jaka og mér. Okkur langar svo að hitta þig. ég fer bráðum að byrja í HÍ og þá getum við kannski hist í bænum? og fengið okkur köku eða kannski ídýfu hehe.

Kossar Xxxxx Ragnhild

Hrefna sagði...

Til hamingju með vinnuna elsku Anna Katrín og gangi þér vel. Þið Alex ofurkrútt á myndinni

Unknown sagði...

leyf mer ad segja hve falleg tid erud a myndinni..