Ég var stödd í suður Þýskalandi, gekk eftir grænum engjunum, hlíðunum og ökrunum. Þar var margt um manninn, allir að jóðla. Ég var semsagt mætt á jóðl-mót og til í tuskið. Rosa fjör. Þarna voru m.a. jóðl-pönkarar sem tóku þátt og gerðu það með prýði. Sjálf tók ég ekki þátt en leið soldið eins og mig minnir að ég hafi upplifað bækurnar um Heiðu. Náttúran græn, mjúk og fín.
Úr öðrum raunheimum er það síðan að frétta að um daginn fór ég á Ceilidh á Íslandi. Hingað til hef ég bara farið á þesskonar samkundur í Kanada. En þar var sko fjör og allir að dansa eins og enginn væri morgundagurinn (svona til þess að nota frasa sem er einmitt ofnotaður í dægurskrifum nútímans). Í þetta skiptið meikaði ég ekki að dansa neitt þar sem ég er svona soldið þyngri á mér en vanalega, en næst mun ég dansa og hrista fram úr pilsfaldinum alla þá dansa sem gömlu mennirnir í Kanada hafa kennt mér. Semsagt skoskt danskvöld, lifandi tónlist og ótrúleg stemning.
Partner uppi á spítala í augnaðgerð. Ég sit við símann og bíð, reddý að fara að sækja. Vona að hann þurfi ekki að sofa þar. Ég hef alltaf fílað sjó(n)ræningja.
þriðjudagur, 11. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli