fimmtudagur, 31. janúar 2008




Hi.

Mass emails have never been my thing. However, on this occasion of
my daughter's birth I feel it makes sense to do this. So there you
have it.
She was born at 23:49 on the 24th of January 2008. She was 4.59 kg
and 52cm long, which tricked everyone in the hospital into thinking
she was a boy.
She has no name yet, at least none that we're telling anyone. Anna
Katrin is doing very well, resting etc... I've never been happier,
sleepless, etc...

If you have any specific questions you'd like to ask, I'd be happy to
oblige and hone my skills as a proud father. It's a very odd
feeling, as if time has slowed to a crawl. It's also very odd to
look at someone who has never existed and feel like they've always
been there. I know that sounds cheesy / druggy, but it's true.

More on the name later... I think you'll all agree that she's workin'
some serious attitude. Just you and me, punk rock girl.
So far, her favourite albums are Abbey Road and The Reminder by
Feist. She thinks the Ramones are okay, but kinda repetitive.
She likes to be sung Johnny Cash songs, especially the ones about
mining, but she isn't so keen on the recordings.

I hope all is well with all of you.

Alex & Anna Katrin

sunnudagur, 20. janúar 2008

sunnudagssol

Spenningurinn magnast, eða kannski er það bara utanaðkomandi spenningur sem elskulegir ástvinir senda okkur. Takk kærlega fyrir kveðjurnar, það er óneitanlega styrkur í því að vita að fólk er að hugsa til manns. Við erum bara frekar róleg, enda eðlileg meðganga allt að 42 vikur og sá tími er ekki enn runninn upp. Auðvitað verður látið vita þegar baby mætir á svæðið. Annars líður mér bara mjög vel, horfi hugfangin á hrafnana leika sér, bíð eftir að tunglið fyllist pínu betur og ætla að fara út að njóta sólarinnar. Það er ekki annað hægt en að senda gleðistrauma út á þessum fallega sunnudegi. Friður.

þriðjudagur, 15. janúar 2008

41 vika


Allt í rólegheitunum hérna megin. Stundum hugsa ég til þess þegar ég hef haft svo mikið að gera að ég hef þráð að eiga stundir þar sem ég hef ekkert að gera. Núna eru þær stundir runnar upp... Ég er að reyna að vera þakklát fyrir þessar þöglu stundir og njóta þeirra í botn. Listin að dunda sér er mér ekki framandi, en segja má kannski að ég sé ekki í þjálfun. Erum við að tala um lognið á undan storminum? Ég hlakka mikið til þeirrar reynslu sem bíður handan við hornið og sama má segja um hinn verðandi pabba sem er svo spenntur að hann vaknar syngjandi og trallandi og segir það vera barninu til góða. Of mikið af hinu góða getur aftur á móti farið í taugarnar á mér sem millilið.

Það var farið í hossubíltúr upp á gamla mátann og ég meikaði bara alls ekki Sonic Youth og Blonde Redhead. Ég bara gat ekki hlustað á þá annars góðu tónlist. Hvað er að verða um mig? Er ég bara að verða ógó væmin týpa sem getur bara hlustað á nýaldartónlist Klaus Wiese og Búddamunka? Mér finnst svosem spennandi að leyfa væmninni að blómstra og spretta út hjá mér í nýju hlutverki. Önnur heimilisráð eru prófuð í tíma og ótíma, en næst á dagskrá er að afla upplýsinga um ilmkjarnaolíurnar Clary Sage, Jasmín og Ylang Ylang. Mary Popplove benti síðan á eitt rauðvínsglas á dag sem hljómar bara alls ekkert illa, en henni óska ég gleði og gæfu á nýjum vettvangi. Og til að enda þetta, þá er ég sannfærð um að barnið viti best hvenær það á að koma, ég hef lítið sem ekkert um það að segja og er bara ofsalega spennt fyrir því að hitta þetta barn og þakklát fyrir að meðgangan hefur gengið eins og í sögu og enn líður mér vel í góðum fíling. Ást og friður til ykkar allra.

þriðjudagur, 8. janúar 2008

40 vikur i dag

Súpa með kókosmjólk og sætum kartöflum

1 kg sætar kartöflur –
afhýddar, skornar í teninga, olífuolía yfir þær og inn í ofn í svona 25 mínútur við 200 gráður.

1 mtsk rautt karrí mauk (red curry paste) –
Kartöflurnar settar í pott eftir baksturinn og karrýmaukið sett út á kartöflurnar í pottinum.

1 líter kjúklingasoð –
sett út í pottinn og allt maukað með töfrasprota þangaði til mjúkt og kremkennt.

400 ml kókosmjólk –
sett út í heita súpuna, öllu blandað vel saman og hitað í smá stund.
Njótið vel.

þriðjudagur, 1. janúar 2008

Hjá mér gekk árið 2007 í garð niðri við vatn á Cape Breton eyjunni hjá tengdafjölskyldunni þar sem var brenna og gleði. Sveitalífið þar á vel við mig þar sem allt er dimmt og kyrrt á nóttunni, brakið í trjánum og vatnsniðurinn spilar undir þegar maður læðist út í skúr að reykja.
Vorönn ársins einkenndist af skólavinnunni minni sem fól í sér að klára ritgerð til m.a.-prófs í mannfræði sem fjallaði um konur í jaðartónlist í Reykjavík. Eitt af skrifborðum mínum leit svona út um tíma:

Að vera að vinna svona lokaverkefni fól líka í sér þátttöku í háskólasamfélaginu á ýmsum skapandi og skemmtilegum sviðum og þannig hitti ég þá Hjálmar og Þórð sem ég vinn nú að rannsókn með um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Sumarvinnan mín var eðlilegt framhald þess sem verið hafði og notaði ég styrkinn sem ég fékk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Mannfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að taka viðtöl við 10 tónlistarmenn og –konur sem tekið höfðu þátt á Airwaves 2006. Þess vegna var sumarvinnan mín alveg frábær.

Í byrjun maí var ég hætt að reykja enda komið barn í bumbu sem er mikið gleðiefni. Ég velti því líka oft fyrir mér hvers vegna þetta barn sem fer bráðum að fæðast velur okkur fyrir foreldra. Síðan var stundum svolítið skrítið að upplifa það að vera kannski búin að vera að hjóla heim úr vinnunni og allt hringsólaði fyrir augunum á mér, flassbökk, endurminningar, nýjar minningar og fleira skringilegt í þeim dúr. Kannski var þetta bara barnið að verða meira til og verund þess?

Yogað er alltaf hluti af lífi mínu, og nú er ég búin að stunda það í mörg mörg ár, a.m.k.15. Ég hreinlega elska yoga og get ekki án þess verið. Þess vegna skiptir það mig miklu máli að vera með góðum kennurum þar og annars staðar í lífinu.

Og síðan varð ég bara óvart aftur kennari í haust (að vísu fyrir fullorðna) þegar Alþjóðahúsið réð mig í íslenskukennslu og önnur verkefni. Soldið fyndið, því ég var ekkert búin að stíla inná það að vera að fara að kenna aftur. En þessi reynsla var mér ofurdýrmæt og skemmtileg.

Tillitssemin alveg að gera út af við Kanadabúa, en í sumar fórum við aftur til Kanada m.a. til þess að vera viðstödd þegar Jean mágkona mín myndi eiga sitt fyrsta barn. Við vorum búin að reikna og reikna til að við myndum örugglega ná að hitta nýjustu manneskjuna. En svo fór sem fór, Elizabeth Jean fæddist þegar við vorum í flugvélinni frá Halifax til Keflavíkur og ég hlakka mikið til að hitta hana.

Aðrir fjölskylduvænir atburðir:
Mamma sextug, Katrín (systurdóttir mín) tvítug, ég og partner þrítug, brósi flytur til New York, hinn brósi gengur í hjónaband, ég skráð í sambúð í Þjóðskrá og úr þjóðkirkjunni, ein systir mín flytur aftur með fjölskylduna frá Húsavík í Hafnarfjörð. Fullt af fallegum börnum fæðast vinum mínum, eins og Guðjón Ísak, Freyja, Konráð Ari, Valdís Árný og Pétur.

Tónleikar:
Björk í Laugardalshöll – Curver + Kimono í Kling og Bang - Konono nr.1 í Hafnarhúsi - Danielsson í Fríkirkjunni - Iceland Airwaves 2007.

Ég sendi ykkur gleði, ljós og frið á nýju ári.