þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Hvar skal byrja? Þegar nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst við og er óhjákvæmilega stór hluti af lífi manns og líkama manns vegna þess endalausa tíma sem fer í brjóstagjöf verður ekki komist hjá því að fjalla um alla þessa reynslu á þessu bloggi. Þess vegna mega lesendur ekki láta sér bregða þegar fjallað verður í tíma og ótíma um börn, bleyjur og brjóst. Allt er að gerast, við að kynnast og það er gaman. En hér er ég núna, alltaf að blogga. Já, heyrði nýtt orð um daginn þegar vinkona mín sagði: ,,... já, ég ætla bara að secreta þetta til mín...”

Bókina Íslam með afslætti las ég um daginn og naut vel. Athyglisverð og þörf lesning, en frágangur bókarinnar og yfirlestur var frekar losaralegur. Frábært framtak þó hjá Nýhil að koma þessari bók út með greinum eftir bæði lærða og leikna. Næst á dagskrá eru The Yacoubian Building, Under the Black Flag (söguleg sjóræningjabók) og ævisaga Jayne County – Man enough to be a woman. Annars er gomma af barnabókum í lesningu, um það hvernig maður á að höndla ungabörn, afar mikilvægt fyrir manneskju eins og mig sem þorði varla að halda á ungabörnum fyrir stuttu síðan.

Það voru nokkur atriði í kjölfar fæðingarinnar sem komu mér verulega á óvart. Brjóstagjöf er ekki eitthvað sem gerist náttúrulega hjá móður og barni, heldur er það þjálfun, þolinmæði og þrautsegja, gleði og notalegheit sem fylgja. Tíminn sem fer í svonalagað er ógurlegur en sem betur fer er ég ennþá soldið tímalaus. Umræður foreldranna eru að miklu leyti um það sem fer inn og kemur út úr barninu og í þessum töluðum orðum vorum við að velta fyrir okkur sprey-mist-hægðum eða á betri íslensku: frussukúk. Þá hafði ég ímyndað mér að öll ungabörn litu nokkurn veginn eins út. Það var ekki fyrr en ég mætti í mömmuklúbb yoga-mæðra sem allar höfðu átt börn á svipuðum tíma að ég áttaði mig á því að ungabörn hafa öll sín sérkenni og eru jafn ólík og fullorðið fólk. Það var líka þá sem ég andaði fyrst léttar yfir því að möguleikarnir snarminnkuðu á því að ruglingur á börnum á spítalanum hefði átt sér stað. En um tíma hugsaði ég með mér að það hefði alveg getað gerst... Læt fylgja eina mynd af mánaðargamalli stelpu að chilla.

10 ummæli:

Agusta sagði...

Hún er nú meiri snúllan!
Hvað þýðir svo "secreta" ?

Hrefna sagði...

ofsalega gaman að heyra hvernig þetta fer í gang hjá ykkur. Hlakka til að sjá hana!

Sigga sagði...

Já þetta er þrælmerkilegt hvað áhugasvið manns breytist, áður fyrr gubbaði ég næstum því úr leiðindum þegar fólk fór að tala um börn en núna kem ég nánast hlaupandi ef ég heyri slíkt rætt í kringum mig.
Þetta er svo stórkostlegt og æðislegt.
Hlökkum mikið til að hitta ykkur :)

AnnaKatrin sagði...

Að secreta eitthvað er bein vísun í ,,vísindi" bókarinnar The Secret sem hefur farið sigurför um heiminn. Eins og ég skil það án þess að hafa lesið bókina (en sá hluta úr myndinni sem var ekki góð) þá virkar það þannig að ef manni langar í eitthvað, langar að ná einhverju markmiði o.s.frv. þá ímyndar maður sér að það takist, verður jákvæðari í garð þess fyrir vikið sem gerir manni auðveldara að öðlast það sem maður óskar. Peningaplokk eða vísindi? Læt aðra um að dæma það.

Ást og friður

Nafnlaus sagði...

Mikið væri gaman að hittast yfir rjúkandi kaffibolla, með dætur okkar og brjóstamjólkina og jafnvel kynnast aðeins betur. Annars er stúlkan dásamlega fríð og við vonum að heilsan sé góð og ykkur gangi vel í þessu víst eilífðar verkefni, hehe.

Nikki Badlove sagði...

...ást til ykkar í kúkafrussuástarkúluna ykkar...mér finnst þetta spennandi heimur sem þið eruð í...tilhamingju...hahahaha...hilsen fra hongíkong...

baba sagði...

úff hún er með kúlið svo á hreinu þessi punkrokk stelpa með hásu röddina...velllíðan er yndisleg...átti einmitt í samræðum um móður og barn í leshóp í gær..er það reciprocity á ferðinni? eða reversibility? asymmetrical? hvar enda ég og þú byrjar? sum orð er erfitt að skilja...en er endilega þörf á að setja allt í orð? þegiðu sagði wittgenstein;) múhaha...það er hægt að skilja með ýmsu öðru en orðum....sjáumst elskurnar...

Nafnlaus sagði...

mikið er hún yndislega falleg og mikill rokkari. Ástþór Helgi og Valdimar Steinn verða glaðir að heyra að nýr rokkari sé mættur....vip hin fullorðnu á heimilinu skiljum ykkur, algengar umræður um prump og frussukúk sem er reyndar nýyrði fyrir mér - flott orð ;) njótið ykkar kæru vinir, kveðjur úr Garðinum...

Nafnlaus sagði...

hún er yndileg:)
Gott að sjá að allt gengur vel -
kossar og knús
Petra

Linda sagði...

Vá hvað hún er falleg! og mega chilluð yfir lífinu.