Hápunktur föstudagskvöldsins var þegar nornin las í spilin mín og talaði um það sem ég var að koma úr, núverandi aðstæður og þangað sem ég stefni. Mjög svo hressandi viðbót við tónleikana í Iðnó en hluti af Sequences engu að síður. Nornin las í spil nokkurra vina minna og öll túlkuðum við það sem kom upp eitthvað sem passaði mjög vel við hugarástand okkar. Í Iðnó sá ég Bedroom Community settið sem náði hápunktinum fyrir mig með Valgeiri Sigurðssyni. Dr. Spock og Seaber voru einnig á dagskránni það kvöldið.
Á laugardaginn var hápunkturinn Lasagna matarboð hjá góðu fólki sem endaði í fagurrauðum Cosmopolitan. Lítið fór fyrir tónlistarlegri upplifun það kvöldið nema fyrir Junior Boys og Robots in Disguise.
sunnudagur, 19. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli