mánudagur, 29. desember 2008

jóla jóla en ekki bóla

jólagjafirnar þetta árið voru eftirfarandi:

Rökkurbýsnir
Skaparinn
Vetrarsól
Standlampi
Hálsklútur
Heimaprjónuð ofurfallegablá húfa.
Nudd inneign.

Ekki amalegt það. Enn hef ég ekki lokið við Rökkurbýsnir sem er fyrsta bókin sem ég tek mér í hönd. Algjört konfekt að lesa. Spiluð var vist í einu boðinu þar sem verðlaun voru í boði og í öðru voru free-style dansar dansaðir við jólalög. Jólakalkúnninn dugði í margar máltíðir og þrjár bíða í frystinum. Í kvöld voru beinin soðin og gómsæt súpa löguð. Gaman að geta nýtt hvert bein. Nú hef ég staðið mig að því að hugsa til hækkandi sólar og þeirrar gleði sem hver sólargeisli býður uppá. Ég hlakka til lengri daga og þeirra atvinnulausu ævintýra sem nýja árið hefur að geyma.

3 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

....elsku kona takk fyrir jólagjöfina...hún flýtur áfram og við hér erum enn að jafna okkur á atburðarásinni hjá fólkinu í agrestic.....sjetttt ertu að grínast kona.....ykkar bíður jóla gjöf í frystinum einsog við segjum hér á heiðinni þegar póstgöngur stöðvast vegna stórveðra eða stórhátíða...ást og ást....

baba sagði...

já sólin jólin...hún er strax orðin aðeins hærri og vorfílingurinn alveg að koma í mig...vorið byrjar í janúar sko...við á valhallarbraut skruppum til agrestic í gær og vorum föst þar allt kvöldið...múhaha...yndislegt líf....hafðu það ofurgott mín kæra og gleðilegt gamlár...

AnnaKatrin sagði...

Hlakka til að koma í sveitina á nýju ári. Kannski ég komi bara í nokkur stykki afmæli.

Stjörnuljós og friður til ykkar allra lesendur góðir nær og fjær, til sjávar og sveita.