Sumargæfan 2009 felst í því að sumarfríið mitt framlengist fram í september með því að dvelja á eyjunni Cape Breton í 3 vikur. Rólega magnast spennan. Sé fyrir mér að reyna að ná bláma vatnsins á pappír. Sé fyrir mér nóg af eldi. Nóg af jörð og nóg af lofti. Rými til að anda. Kvöldið eftir annað kvöld sofna ég á eynni. Enginn er eyland. Sú hugmynd hefur einmitt tekið breytingum hjá mér síðan ég var með Maðurinn er alltaf einn á heilanum. Nú er öldin önnur. Bókstaflega.
Alpha og Omega á fóninum. Mæli með nýútkominni plötu bróður míns, Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar. Umslagið er fyrir augað og fer vel í hendi. Tónlistin fer vel í eyrum. Sérstaklega ef þér dáið djass. Mér finnst djass stundum erfiður en ég get líka átt ómótstæðilega djúsí móment með honum. En ég hallast að hugtakinu ást og segi því köld: ég elska djass.
Ein mamman sem ég hitti stundum úti á róló er ofursvöl og fer í djassballet. Annars er maður ekkert mikið að bonda svona á dýpra leveli við foreldra og forráðamenn barnanna á róló. Þetta er alveg búið að vera rólósumarið mikla, góð kynning á því sem koma skal. Næsta sumar vonast ég til að geta verið á bekknum. Bekknum á róló.
Ali Baba á Ingólfstorgi er núna uppáhaldsveitingastaðurinn minn. Innflutt Baklava nammigott í boxi á 350 kall. Hentug tækifærisgjöf. Spari fékk ég chili-heitt sushi í take-out á Sushismiðjunni niðri á höfn. Athugið sumarfríið er framlengt. 4 bækur komnar í töskuna. Jii hvað ég er spennt. Vonast til að fara sem minnst í tölvu. Bara vera.
fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Góða ferð mín yndislega Anna...hlakka til að sjá þig og þína endurnærða í sept...þegar haustið verður mætt og við mætumst í garden party :) í garden city. Mér finnst djass æðislegur en bara ef það er með úmfi, verð pirruð af svona lyftudjassi..segi ég án þess þó að hafa rannsakað það nánar...Muli, muli hey, hafið það gott á eynni. Kveðjur og kram særún og co
það er gott að baravera..ég er baravera á seyðis aftur...er eiginlega eins og lítil eyja þessi fjörður..rigningin er endalaus í dag og gefur fossunum meiri kraft...bið að heilsa skóginum og vatninu, loftinu og jörðinni...
gaman að lesa. fæ ég einhverntíma að vera með á bekknum á róló?
er að hugsa til þín...kv. Særún
Skrifa ummæli