laugardagur, 23. janúar 2010

púslið

Margir hlutar úr púslinu hafa nú smollið saman. Samvera og samskipti okkar S.M.M. eru enn sem áður í stöðugri þróun og endurnýjun, en tempóið sem hefur skapast er gott. Hún er að verða meiri einstaklingur. Einkar ánægjulegt að fylgjast með því. Heill sé henni á morgun, 2ja ára. Ef til vill urðu þessi tímamót okkar í kjölfar búsetuflutnings sem gefur óneitanlega öllum í fjölskyldunni meira rými sem ég er óendanlega þakklát fyrir. Stórfenglegt.

Vegna alls þess góða sem umlykur mig er ég orðin endurvinnslufrúin til heiðurs umhverfinu og náttúrunni. Nú er blá pappírstunna í garðinum sem allur daglegur pappír + fernur fer í og önnur tunna fyrir rusl (annað en pappír, gler, plast, ál) og það er strax mikill munur á fjölda ruslapoka. Þetta er gaman og ég vil gera meira. Eitt skref í einu. Sé samt alveg moltugerð úr lífrænum úrgangi í garðinum í sumar.

Veðrabrigðin í Janúar hafa verið með ólíkindum. Það er spennandi en jafnfræmt ógnvekjandi að vera í miðri klíð þegar jörðin er að kljást við áhrif hlýnunarinnar. Er ekki búin að sjá Avatar en mig langar pínu en mig langar ekki neitt á Facebook. Afmælisundirbúningur í fullum gangi. Gleði og hlýja og ilmandi ilmur úr eldhúsinu.

Engin ummæli: