föstudagur, 21. maí 2010

andandi

Kvöldsólin gerir laufblöðin ógurlega skær svona þegar liðið er á maí.
HÆ. Ekkert amalegt að það styttist í sumarfrí. Prófum lauk í dag. Nú er bara að ganga frá. Mér finnst gaman að ganga frá. Sérstaklega eftir á, þegar ég er búin að ganga frá. Það hreinsar líka til í hausnum á mér. Líkami og andi, andandi.

Nokkur atriði til afreka yfir Hvítasunnuhelgina: matarinnkaup, yoga, bókabúð+útskriftarveisla, Húsdýragarðurinn (get ekki verið þekkt fyrir að 2ja+ ára barnið hafi aldrei komið í HDG eða í tæri við lítil lömb og unga og önnur dýraafkvæmi), sund, Kaffiboð á gamlar slóðir, Lísa í Undralandi, athuga með lakk á snagann, hengja upp 2 ljós. Almenn gleði og grænka. Vei sumarið er næstum því komið...

7 ummæli:

baba sagði...

sit á kaffihúsi á kastanienallé og berlín biður að heilsa þér og hlakkar til að sjá þig:)

AnnaKatrin sagði...

Gangi þér sem allra best mín kæra. Sterkir straumar og njóttu vel.

Heiða sagði...

ótrúlega flottur bakgrunnur....snilld!

AnnaKatrin sagði...

Takk fyrir Heiða, hann kom bara óvart. Fyrir löngu var ég að spá í hann. Síðan birtist hann bara einn góðan veðurdag. Í alvörunni gerði ég ekki neitt.

Bloggáskorun þín hefur því miður ekki hlotið miklar undirtektir hjá undirritaðri! Kannski eru þetta bara yfirskilvitleg skilaboð frá blogger um að ég eigi að a) halda áfram b)hætta. Við sjáum hvað setur. Ást og friður.

Heiða sagði...

hahhaha! Þetta er alla vega eitthvað spúkí! viltu ekki bara taka möguleikana í stafrófsröð og sjá hvað gerist? (byrja semsagt á a)

Nikki Badlove sagði...

...aha....nú er nýtt tungl....kannski bráðum...kemur betri tíð með blóm í haga....og þá kannski bloggar gyðjan á ný...ég styð heiðu...taka valmöguleika a fyrst......gúgí gú....

Nikki Badlove sagði...

hah...bú bú ...það er minnkandi tungl...þarftu ekki að fara losa eitthvað úr sálartetrinu....losa hingað gells...its the new retro....