fimmtudagur, 20. janúar 2005

malshættir ur hatti

maður uppsker eins og maður sáir
Var að uppgötva það að ég gat ratað inn til þess að skrifa þetta í gegnum eitthvað merkja-tungumál, líklega austurlenskt. Svona er nú heilinn orðinn, getur ratað um vefheima á ókunnum tungumálum. Uppsetningin er alls staðar sú sama og auðvelt að rata á sjónrænan hátt. Nokkuð gott.

brennt barn forðast heitan eldinn
sá mann tala um munaðarlaus börn og þær afleiðingar sem vist þeirra á munaðarleysingjahælum hefur. Dæmi var gefið um ættleidda stúlku frá Serbíu sem sýndi ofsafengin viðbrögð við spítölum þannig að 8 manns þurfti til að halda henni.

Lifðu í lukku, en ekki í krukku
það segir sig sjálft.

Fleiri málshættir koma kannski síðar.

Engin ummæli: