mánudagur, 18. júlí 2005

fyrst með frettirnar...

komin heim úr egilshöll.
Þar var gaman.
Forgotten Lores. Gott grúv. Góð frammistaða og skemmtilegt að hafa lifandi hljómsveit í gangi og a.m.k. þrjá rappara.

Hjálmar. Sá ekki eitt lag með þeim. Sá heldur ekki eftir því. Ástæðurnar eru m.a. þær að Hjálma hef ég séð oft. Mjög oft. Í boði var að upplifa fólkið sem sótti tónleikana og glápa úr sér augun milli inngangs og veitingastaðar. Klístur á gólfinu. Tískan... sjiiit. Ungar stelpur aðallega, í alveg eins fötum, í vinkonuhóp. T.d. svart stutt pils, túrkíslitaður (bleikur, gulur) hlýrabolur, húðlitaðar/engar sokkabuxur, svört stígvél (indjána). Annað algengt var að breyta svarta pilsinu út fyrir stutt gallapils. Síðan voru nokkrir sem skáru sig úr. T.d. stelpan í venjulegum bleikum jogginggalla og útsölustrigaskóm, með massaþykka gullkeðju niður á maga. Ábyggilega nokkuð þunga ef þetta var ektagull, kannski fær hún kryppu. Aldursskiptingin var nokkuð breytileg. T.d. var nokkuð um börn ekki í sjáanlegri fylgd með fullorðnum. Síðan kom hundur og löggur sem litu út eins og persónur (t.d. þær sem myndu sækja skemmtistaðinn sirkús (lýsing þessi er aðeins til þess að gera grein fyrir því hvernig indí-tískan ef svo má kalla hefur náð til breiðs hóps, t.d. með hárgreiðslum)). Löggurnar, óeinkennisklæddu með hundinn í fararbroddi sem vatt sér upp að einum fóru svo afsíðis. Gangsta, yo. Ég á pottþétt eftir að sjá Hjálma síðar.

Hæsta höndin / hendin. Hmmm. Ekki mjög spennó rapp. Ekki mjög spennó undirspil hjá skífuþeytaranum. Var bara ekki að gera sig fyrir mig. Sögðu m.a.: ,, egilshöll, í húsinu..." Er það þýðing á in da house?

Snoop. Nú er bara að draga andann djúpt. Tveir skjáir voru sitthvoru megin við sviðið. Það virkaði vel, þó maður sæi líka vel, því aðeins helmingur hallarinnar var notaður. Áður er ljósin voru kveikt á sviðinu byrjaði stuttmynd - gangsta mynd eftir manninn, með sjálfum sér í aðalhlutverki ásamt tveimur konum, mjög mjög mjög svo fáklæddum. ,, nú fær strákurinn að sjá blaut brjóst" hugsaði ég og leit á 11 ára strákinn hliðina á mér sem var þarna með pabba sínum og vonaði að á skjáinn kæmi ekki gróft lesbíuklám eins og Snoop var með á tónleikum í Svíþjóð. En strákurinn sagði bara yeah við pabbann þegar brjóstin komu í nærmynd og myndin lét allt líta út fyrir að þau þrjú (snoop og gellurnar) væru að fara að ríða en engin kynfæri voru sýnd, bara nóg af byssum... ok tónleikarnir. Hvað get ég sagt. Þekkti rúman helming laganna sem voru flutt á mjög ólíkan hátt og þau eru á plötunum. T.d. voru ,,klikkin" í drop it like its hot ekki höfð með, en dj-inn skratsaði þau undir kúabjöllu trommarans. Ég var soldið ánægð með það ef það er gert af virðingu við þá sem klikkin framkvæma, ef þeir voru ekki á sviðinu, þ.e.a.s. Annars veit ég ekkert hvaðan klikkin koma, þó einhver sé að gera þau í vídeóinu. En snoop tekur mikið af dóti frá öðrum, t.d. dauðum rappurum. Líka lifandi. Kannski er það bara þannig on the eastside, yeah that´s my cribside. yeah. Bestar voru The Snoopettes. 4 danskonur. Lífguðu mjög uppá hljómsveitina og gáfu mér nokkrar hugmyndir fyrir þegar ég fer næst að dansa á barnum... ehem. En því er ekki að neita að maður hristi sig, skók sig og svitnaði, put your two´s in the air... Mjög gaman. Aldrei gleymi ég því þegar ég sá Snoop... Eða mr. snoopy eins og Victoria Beckham kallaði hann þegar hún hitti hann með David. Og Snoop var sko ekki að fíla það. En Snoop hafði séð David skora mark og sagði: ég vil fá símann hjá honum. Þannig verða menn vinir í dag.

Góða nótt

2 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

...tilhamingju....ég horfðibara á prozacnation á meðan snoopvarað grúva...straumar...

baba sagði...

takk fyrir lýsingun..líður bara næstum eins og ég hafi veri þarna líka...er bara glöð í hjarta mínu þó ég hafi misst af þessum merka atburði...fer bara næst...we're goin' to the country..got to get awayyyy....jibbí!