mánudagur, 6. nóvember 2006

flavours are electric

Þessa dagana umlykur mig læri-dómur. Hann er bara frekar góður, með jarðaberjabragði. Veðrið og aðrar ytri aðstæður virka ekki hvetjandi til þess að eyða tíma á götum úti. Best að hlusta á smá PUblic Enemy.

Í gærkvöldi var ég boðuð á barinn sem var þó hressileg tilbreyting. Inn á barinn kom maður, líklega á milli fertugs og fimmtugs. Hann var í gallabuxum og hvítri straujaðri skyrtu, einn á ferð. Þegar hann kom inn fann maður strax að hann var ekki með sjálfum sér, því klukkan var svona um 19-20, og stemningin var mjög róleg. Hann dansaði við stólana, hló upphátt við sjálfan sig, ýtti endurtekið í súluna við barborðið, sullaði með puttunum í vatnsglasinu (þar sem barþjónninn neitaði að afgreiða hann Tekíla), bað ítrekað um áfenga drykki, lét vatn í hárið á sér með höndinni og raðaði barstólunum út á gólf áður en hann dansaði smá meira. Þá notaði barþjónnin mjög sálfræðilega aðferð á manninn til þess að bjóða honum út, því ekki vildi hann notast við líkamlegt afl. Sveppir eða sýra var niðurstaða umræðna eftir að maðurinn gekk sjálfviljugur út. Stuð á sunnudagskvöldi hvítflibbanna.

Annars var þorskur í kvöldmatinn, kaffið er orðið kalt, mér langaði alveg í sígó áðan. Fékk mér einmitt smók í matarboðinu á föstudaginn með bjórnum. Er jafnvel að fara að ganga inn í þá hugarvillu að ég geti alveg fengið mér sígó þegar ég fæ mér í glas... Er þetta algengt eftir rúma 2 mánuði? Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri.

Fór í fyrsta sinn á bókasafnið í Listaháskólanum á Sölvhólsgötu í dag. Þar fann ég margar gersemar þrátt fyrir að bókasafnið sé ótrúlega lítið, the Cultural Study of Music, disruptive divas, music and gender og african american music. Mjög spennó.

annars bið ég að heilsa Hjördísi í dag, annaðhvort fékk ég hugboð, eða bara sendi eitt hér með.
Já maður, vaknaði syngjandi í morgun. How weird is that? Lag sem meikar engan sens og er ekki til skv. bólfélaga mínum. Eins gott að ég sé ekki listamaður sem reiðir sig á drauma sína við framleiðslu sköpunargáfunnar því ekki man ég bofs hvernig lagið hljómar.

Búin að vera með bólur á hægri kinninni upp við hárrót/eyrað í rúma 2 mánuði. Pirrandi. Ætli það tengist hægra og vinstra heilahveli? Af hverju koma þær ekki vinstra megin? Hvaða dæmi leiðir út í þennan stað? Hvaða ójafnvægi er í gangi? unglingabólur my ass. H ha ha ha kannski þarf ég bara að byrja aftur að reykja... ha ha yo terminator... Góðar stundir.

3 ummæli:

Ragnhild sagði...

Kannski sefur þú bara á hægra megin? kannski styðjar þú hövuðið með hægra handlegg? hmm er að reyna að fatta þetta.

mig langar að koma í heimsókn áður en... þú veist... en hvenær ertu í heima? ertu ekki alltaf í skóla að læra? þú ert orðinn svo dugleg :D

og ég mundi ekki mæla með að byrja að reyka þegar þú fær þig í glas... :o)

Nafnlaus sagði...

Sko þá verðuru bara alltaf í glasi Anna Katrín mín- Biggi getur kannski frætt þig aðeins um þetta...en hans leið var að flytja til Svíþjóðar þar sem hann þekkir engan og hefur því mun færri tækifæri til að fara á barinn með félögunum

Björt

AnnaKatrin sagði...

ha ha ha... takk góðu konur fyrir stuðninginn.

Ég held að þetta hljóti að hafa verið eitthvað móðursýkis-athyglissýkis ástand sem ég datt í við skrif þessarar færslu.

Í dag er miðvikudagur, klukkan er níu:tíu, og mér langar ekkert að reykja. Lugnun mín eru glöð. Ég er glöð.

(og já Ragnhild, það er tilefni til að hittast, og ég hlakka til, heyrumst)

Ást og friður til ykkar.
Og jú, leyfi nokkrum kossum að fylgja með í kaupbæti, hreinum og reyklausum! Njótið dagsins.