föstudagur, 27. október 2006

habeinn

heppni

ég er svo heppin. Heppin huppa. Búin að eiga góðan dag sem á ábyggilega eftir að verða enn betri. Undanfarna daga hef ég verið í endur-holdgun.... ha ha endurskoðun nei, endur fyrir löngu. Það á alveg að drepa mann úr fyndni. Ég pantaði semsagt að fá kvef eftir að airwaves lyki svo ég gæti stundað rannsóknir og verið gestgjafi. Og auðvitað fékk ég það og er mjög glöð yfir því að geta pantað svona eftir hentugleik. Fann nefnilega þegar airwaves var að detta inn að eitthvað væri á seyði í hálsinum og pantaði þá bara að það myndi frekar koma eftir nokkra daga sem það og gerði.

Tet e te.
Þamba te.
Bamba leg.
Tetete.

Fór á Þjóðarspegilinn í morgun og hlustaði á fyrirlestra um asískar konur á Íslandi, Kaupmennsku á Spáni, Birtingu Afríku í fylgiblöðum Morgunblaðsins og Hugmyndir um börn, nýbura og ómennsk börn. Mjög spennó. Síðan náttúrulega var ég búin að vera að leita á fullu eftir einhverju að lesa, þegar ég hitti hann Þórð sem bendir mér á bók sem ég er svo spennt yfir að ég er að deyja, með andarteppu. Empire of dirt.

Lunch með mömmu sem er svo góð. Af henni drýpur ekki depurð. Ennþá kennir hún mér svo margt.
Dömudinner í kvöld sem þýðir bara varalitur á glösum, háir hælar og naglalakk.

Takk fyrir mig elsku alheimur.
Vona að þú eigir góða helgi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

aloha mín fagra, aðeins að rölta um netheima á rólega laugardagskvöldinu mínu...hlakka til að bjóða þér í dinner í húsið mitt...þegar ég hef fundið það aftur....sebnin