þriðjudagur, 28. nóvember 2006

heima

það var gaman í Ameríku. Ítarlegar upplýsingar má finna á síðum Dodda og Ásdísar. M.a. var brúðgumi skotinn til bana af lögreglu í Queens-hverfinu í New York að því er virðist að algjörlega ástæðulausu en annars fylgdist ég lítið með fréttum í Ameríku. Nú er þetta helst í fréttum: Mér er heitt í upphandleggjunum.
Nú er lag að vinna hratt og örugglega á lokaspretti þessarar skólaannar.
Gobbedí gobb.

Af nýútkomnum bókum langar mig m.a. að lesa: Snákar og Eyrnalokkar, Sendiherrann, Drekafræði og Tryggðapantur.

Og að lokum: Er það list að þjappa 70 mínútna langri sinfóníu látins manns í 28 sekúndur?
Ath. að það er gert í tölvu, og afurðin notuð sem brotabrot af nútíma-verki. Svör óskast. Engin verðlaun.

4 ummæli:

Hrefna sagði...

Ég er nú örugglega ein af þeim sem þú þekkir sem hefur allra minnsta hæfileikann í að segja hvað er list og hvað ekki, en þegar ég las þetta þá hugsaði ég:"veit ekki með list, en það er nú örugglega dáldil kúnst að gera þetta". Ha og hvað er kúnst, á dönsku allavega þýðir það ekkert annað en list. Sneddí kóla: Kúnst=list. Eru þá hundakúnstir, hundalistir eða hvað?b

Hrefna sagði...

Já bara af því að ég á að vera að læra en nenni því alls ekki þá fór ég og skoðaði síðuna hans Dodda og veit núna allt um Ameríkuferðina ykkur. Hefur greinilega verið rosa gaman og þú ert ekkert smá góð í blue steel
knús og kitl
Hrefna

AnnaKatrin sagði...

takk fyrir það, ég er búin að vera þjálfa þennan svip allt frá því höfundur hans birtist mér í draumi og ég vissi að þetta var mín eina sanna köllun.

Já, ferðin var með eindæmum skemmtileg og ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað hangið með þessu góða fólki.
ak

baba sagði...

já mér finnst það vera list...mjög heimspekileg list meiraðsegja...ég fæ einhverja sagnfræðitilfinningu, tilfinningu fyrir tíma og breytingum...hraði og hæfleiki...nútími og þátími...ég er að farað spila á kirkjuorgel útskálakirkju við skírn litlufrænkusonar míns...litlufrænku sem ég passaði...tíminn...beeee....haha..bið að heilsa borginni...