1 1/2 bolli hveiti (stundum nota ég bara spelt, eða bland af báðu)
1 1/2 bolli haframjöl
3/4 bolli sykur
180 gr brætt smjör
1 1/2 tsk natrón
1 stk egg
Öllu blandað saman í skál, gott að nota fyrst sleif, síðan bara hendurnar.
Deiginu skipt í tvennt.
Helmingnum þjappað í form (t.d. lasagna stærð)
1 krukka sulta sett yfir. Rabbabara er klassísk. Jarðaberja getur verið skemmtileg. Smekksatriði með sultuna, ég fíla hana og vil mikið, hægt að nota minna en eina krukku.
Hinn helmingur deigsins klipinn yfir.
Bakað við 175 gráður í 30-40 mín.
þriðjudagur, 29. maí 2007
fimmtudagur, 17. maí 2007
mánudagur, 14. maí 2007
bonuspononus
við skötuhjúin fórum í innkaupaferð í dag fyrir ísskápinn sem var orðinn eitthvað tómur. Eitthvað var stuttur í mér þráðurinn og ég kannski ekki sú virkasta og vildi bara keyra innkaupakörfuna og ekki hugsa neitt. Allt í lagi með það og ég var ekkert að spá í það á meðan á því stóð. Síðan var bílferðin heim svona þögn-týpu-bílferðin. Sem betur fer ekki löng. Þá áttaði ég mig og sagði, sorrý hvað ég er fúl maður, ég bara fattaði það ekki. Kæri benti mér á að það væri trúlega ekkert létt að hætta að reykja. Því er ég að vísu ósammála, þrátt fyrir upplifunina í innkaupaferðinni, og vil bara trúa því að ég geti þetta alveg og allt í kúlinu.
Ætla sko ekki að láta bösta mig feitt fyrir að stelast í sígó inní á klósetti á barnum eftir 1. júní og þurfa að greiða himinháa sekt til loftvarnareftirlitsins plús skemmdarkostnað vegna reykskynjara (sem ég verð náttúrulega búin að rífa niður með vasahnífnum).
Ætla sko ekki að láta bösta mig feitt fyrir að stelast í sígó inní á klósetti á barnum eftir 1. júní og þurfa að greiða himinháa sekt til loftvarnareftirlitsins plús skemmdarkostnað vegna reykskynjara (sem ég verð náttúrulega búin að rífa niður með vasahnífnum).
miðvikudagur, 9. maí 2007
mánudagur, 7. maí 2007
maun
Hún er búin að lita á sér hárið rautt, konan sem gengur götuna til og frá vinnu stundvíslega klukkan 17:00 og 08:30. Ég er ekki að spá í að lita mitt, en þarf á klippingu að halda.
Er að mála loftið hvítt uppi á lofti. Tók 2 daga í að lesa öll dagblöðin, fór á tvenna útskriftartónleika LHÍ, fór í partý á Boðagranda sjö, en þangað fór ég líka í partý hjá eldri systur minni í aðra íbúð þegar ég var barn og átti kannski ekki fullt erindi í partýið, en hvað gera eldri systkini þegar þau þurfa að passa og hanga með vinum sínum? er búin að ákveða hvað ég mun kjósa. Fannst góður bæklingurinn frá Íslandsvinum m.a. um álvinnslu. Liður í að gera manni kleift að taka upplýsta ákvörðun, a.m.k. um eitt mál sem er á stefnuskrá framboðsflokkanna.
takk fyrir kveðjurnar góða fólk.
Er að mála loftið hvítt uppi á lofti. Tók 2 daga í að lesa öll dagblöðin, fór á tvenna útskriftartónleika LHÍ, fór í partý á Boðagranda sjö, en þangað fór ég líka í partý hjá eldri systur minni í aðra íbúð þegar ég var barn og átti kannski ekki fullt erindi í partýið, en hvað gera eldri systkini þegar þau þurfa að passa og hanga með vinum sínum? er búin að ákveða hvað ég mun kjósa. Fannst góður bæklingurinn frá Íslandsvinum m.a. um álvinnslu. Liður í að gera manni kleift að taka upplýsta ákvörðun, a.m.k. um eitt mál sem er á stefnuskrá framboðsflokkanna.
takk fyrir kveðjurnar góða fólk.
laugardagur, 5. maí 2007
þriðjudagur, 1. maí 2007
1. mai
Ef þú legðir 15 cm langa reglustiku frá hægra munnviki mínu skáhallt yfir andlit mitt myndir þú sjá 2 myndarlegar bólur við sinnhvorn enda reglustikunnar.
Hamingja til fyrsta farþegaþotuflugmannsins í fjölskyldunni.
Baráttukveðjur til verkalýðsins.
Hamingja til fyrsta farþegaþotuflugmannsins í fjölskyldunni.
Baráttukveðjur til verkalýðsins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)