mánudagur, 14. maí 2007

bonuspononus

við skötuhjúin fórum í innkaupaferð í dag fyrir ísskápinn sem var orðinn eitthvað tómur. Eitthvað var stuttur í mér þráðurinn og ég kannski ekki sú virkasta og vildi bara keyra innkaupakörfuna og ekki hugsa neitt. Allt í lagi með það og ég var ekkert að spá í það á meðan á því stóð. Síðan var bílferðin heim svona þögn-týpu-bílferðin. Sem betur fer ekki löng. Þá áttaði ég mig og sagði, sorrý hvað ég er fúl maður, ég bara fattaði það ekki. Kæri benti mér á að það væri trúlega ekkert létt að hætta að reykja. Því er ég að vísu ósammála, þrátt fyrir upplifunina í innkaupaferðinni, og vil bara trúa því að ég geti þetta alveg og allt í kúlinu.

Ætla sko ekki að láta bösta mig feitt fyrir að stelast í sígó inní á klósetti á barnum eftir 1. júní og þurfa að greiða himinháa sekt til loftvarnareftirlitsins plús skemmdarkostnað vegna reykskynjara (sem ég verð náttúrulega búin að rífa niður með vasahnífnum).

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt! Til hamingju með að hætta að reykja, það er kúl. Til hamingju líka með að vera búin með eitt stykki MA ritgerð. Það er sko líka kúl. Ég er stolt af þér kona. Knús og kram!

Linda lóla pönk!

baba sagði...

shit hvað mig langar í sígó þegar ég les þetta...en man líka að mér finnst þetta góð hugmynd hjá þér...að hætta fyrir 1.júní...sömu örlög bíða mín kannski...men o men...

Hrefna sagði...

Gangi þér vel elsku Anna Katrín. Ég veit þú getur þetta. Dáldið sæt Bónussaga, sé þig fyrir mér í fýlunni, hangandi fram á handfangið á kerrunni.