mánudagur, 7. maí 2007

maun

Hún er búin að lita á sér hárið rautt, konan sem gengur götuna til og frá vinnu stundvíslega klukkan 17:00 og 08:30. Ég er ekki að spá í að lita mitt, en þarf á klippingu að halda.

Er að mála loftið hvítt uppi á lofti. Tók 2 daga í að lesa öll dagblöðin, fór á tvenna útskriftartónleika LHÍ, fór í partý á Boðagranda sjö, en þangað fór ég líka í partý hjá eldri systur minni í aðra íbúð þegar ég var barn og átti kannski ekki fullt erindi í partýið, en hvað gera eldri systkini þegar þau þurfa að passa og hanga með vinum sínum? er búin að ákveða hvað ég mun kjósa. Fannst góður bæklingurinn frá Íslandsvinum m.a. um álvinnslu. Liður í að gera manni kleift að taka upplýsta ákvörðun, a.m.k. um eitt mál sem er á stefnuskrá framboðsflokkanna.

takk fyrir kveðjurnar góða fólk.

Engin ummæli: