miðvikudagur, 6. júní 2007

morr

Tónleikar í gærkveldi.
Isan
Seabear
Tarwater
The go find
Benni Hemm Hemm.

Ég kolféll ekki fyrir neinum útlenskum tónum þó, en alltaf gaman að kynnast nýrri lifandi tónlist. Nú eru dívurnar Asha Bhosle (Bollywood söngkona með meiru, en hún syngur og leikararnir mæma) og Feist uppi á pallborðinu. Kæró kominn heim eftir að hafa farið með saumaklúbbnum í skemmtiferð og færði hann heimilinu góðar gjafir eins og t.d. Kóraninn. Hann sagði það hálf halló að hafa lesið alla Biblíuna en ekki Kóraninn. Í framhaldi væri þá rökrétt að búast við að hér verði seinna tekið í Vedaritin, Tora, Eddu o.fl. Vinsamlega takið frá daginn 16. júní því þá verður veisla.

Engin ummæli: