aðfaranótt 21. júlí var verulega tekið að dimma um miðja nótt. Það virðist sem bjartar íslenskar nætur eigi bara við í mjög skamman tíma á ári hverju en alltaf er gert svo mikið mál úr þeim. Sumir fögnuðu dimmunni í nótt, fannst sem þungu fargi væri af þeim létt.
Las í blaðinu í morgun að laugardagsmarkaðurinn í Mosfellsdal opnar í dag, 12 - 17 og er í gangi fram á haust. Þangað hefur mér alltaf fundist mjög gaman að fara og ná í ýmislegt góðgæti ræktað þar í kring. En í dag ætla ég að hlusta á djasstónleika og fara í brúðkaupsveislu. Á mánudaginn ætla ég til Kanadia. Jibbý. Lifið heil.
laugardagur, 21. júlí 2007
fimmtudagur, 19. júlí 2007
23886
Ég hljóp á eftir honum í svörtum sandinum. Hann hljóp hraðar en ég þrátt fyrir að hann haltraði á hlaupum sínum. Við vorum á flótta undan sama fólkinu. Áður höfðum við rænt og ruplað hér og þar, enda vorum við þvinguð til þess og höfðum ekkert val. Ég hafði mundað skammbyssuna á afgreiðslustúlku símafyrirtækisins en þrusað henni í staðinn á hnúa hennar sem studdist við afgreiðsluborðið þannig að úr blæddi. Blóðið fór vel við rauðan og hvítan einkennislit símafyrirtækisins.
Á meðan ég hljóp birtust myndir fyrir augum mér, eins og úr gamalli sjónvarpsútsendingu. Það var greinilegt að hann sem ég elti hafði tekið þátt í Ólympíuleikunum í fimleikum í heimalandi sínu, einhvers staðar í Asíu. Sjónvarpsútsendingin sýndi hann skara framúr í fimleikum með Ólympíuhringina í bakgrunninum. Hvernig stóð á því að hann haltraði svona?
Það er ónotaleg súr lykt í eldhúsinu og ég veit ekkert hvaðan hún kemur = ekki draumur.
Á meðan ég hljóp birtust myndir fyrir augum mér, eins og úr gamalli sjónvarpsútsendingu. Það var greinilegt að hann sem ég elti hafði tekið þátt í Ólympíuleikunum í fimleikum í heimalandi sínu, einhvers staðar í Asíu. Sjónvarpsútsendingin sýndi hann skara framúr í fimleikum með Ólympíuhringina í bakgrunninum. Hvernig stóð á því að hann haltraði svona?
Það er ónotaleg súr lykt í eldhúsinu og ég veit ekkert hvaðan hún kemur = ekki draumur.
sunnudagur, 8. júlí 2007
miðvikudagur, 4. júlí 2007
sumirdagar
Yfir nótt hafði könguló spunnið sér vef í hjólinu mínu, nánar tiltekið hjá stýrinu. Hún var í vefnum þegar ég hjólaði af stað, en ég held að hún hafi nýtt farið og stokkið í burtu á hentugum stað. Alveg eins og fatlaði hamsturinn Hulda sem tvítug frænka mín fékk í afmælisgjöf á dögunum og í miðju partýinu ákvað hann að fara á hentugri stað inni í trjálund og koma aldrei til baka.
Nú á dögum sem líða einmitt ofurhratt, einkennast þeir af staðgóðum morgunverði, vinnu (sem felur í sér afritun viðtala og að taka viðtöl við þátttakendur Airwaves) og sundferðum. Það mætti halda að ég gerði ekkert annað né borðaði bara einu sinni á dag, en svo er ekki. Þetta eru mikilvægir þættir í deginum mínum auk þess sem yogaæfingar eru oft gerðar hérna í stofunni undir söng búddamunkanna.
Tilefni skrifanna í dag er m.a. afmælisdagur bróður míns. Hann er mér líka mikilvægur, bæði sem vinur og bróðir, enda áttum við yfirleitt mjög góðar æskustundir fyrir utan eitt skipti þegar við hótuðum að drepa hvort annað. Ég get ekki munað af hverju.
Til hamingju með afmælið.
Nú á dögum sem líða einmitt ofurhratt, einkennast þeir af staðgóðum morgunverði, vinnu (sem felur í sér afritun viðtala og að taka viðtöl við þátttakendur Airwaves) og sundferðum. Það mætti halda að ég gerði ekkert annað né borðaði bara einu sinni á dag, en svo er ekki. Þetta eru mikilvægir þættir í deginum mínum auk þess sem yogaæfingar eru oft gerðar hérna í stofunni undir söng búddamunkanna.
Tilefni skrifanna í dag er m.a. afmælisdagur bróður míns. Hann er mér líka mikilvægur, bæði sem vinur og bróðir, enda áttum við yfirleitt mjög góðar æskustundir fyrir utan eitt skipti þegar við hótuðum að drepa hvort annað. Ég get ekki munað af hverju.
Til hamingju með afmælið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)