Yfir nótt hafði könguló spunnið sér vef í hjólinu mínu, nánar tiltekið hjá stýrinu. Hún var í vefnum þegar ég hjólaði af stað, en ég held að hún hafi nýtt farið og stokkið í burtu á hentugum stað. Alveg eins og fatlaði hamsturinn Hulda sem tvítug frænka mín fékk í afmælisgjöf á dögunum og í miðju partýinu ákvað hann að fara á hentugri stað inni í trjálund og koma aldrei til baka.
Nú á dögum sem líða einmitt ofurhratt, einkennast þeir af staðgóðum morgunverði, vinnu (sem felur í sér afritun viðtala og að taka viðtöl við þátttakendur Airwaves) og sundferðum. Það mætti halda að ég gerði ekkert annað né borðaði bara einu sinni á dag, en svo er ekki. Þetta eru mikilvægir þættir í deginum mínum auk þess sem yogaæfingar eru oft gerðar hérna í stofunni undir söng búddamunkanna.
Tilefni skrifanna í dag er m.a. afmælisdagur bróður míns. Hann er mér líka mikilvægur, bæði sem vinur og bróðir, enda áttum við yfirleitt mjög góðar æskustundir fyrir utan eitt skipti þegar við hótuðum að drepa hvort annað. Ég get ekki munað af hverju.
Til hamingju með afmælið.
miðvikudagur, 4. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli