fimmtudagur, 19. júlí 2007

23886

Ég hljóp á eftir honum í svörtum sandinum. Hann hljóp hraðar en ég þrátt fyrir að hann haltraði á hlaupum sínum. Við vorum á flótta undan sama fólkinu. Áður höfðum við rænt og ruplað hér og þar, enda vorum við þvinguð til þess og höfðum ekkert val. Ég hafði mundað skammbyssuna á afgreiðslustúlku símafyrirtækisins en þrusað henni í staðinn á hnúa hennar sem studdist við afgreiðsluborðið þannig að úr blæddi. Blóðið fór vel við rauðan og hvítan einkennislit símafyrirtækisins.

Á meðan ég hljóp birtust myndir fyrir augum mér, eins og úr gamalli sjónvarpsútsendingu. Það var greinilegt að hann sem ég elti hafði tekið þátt í Ólympíuleikunum í fimleikum í heimalandi sínu, einhvers staðar í Asíu. Sjónvarpsútsendingin sýndi hann skara framúr í fimleikum með Ólympíuhringina í bakgrunninum. Hvernig stóð á því að hann haltraði svona?

Það er ónotaleg súr lykt í eldhúsinu og ég veit ekkert hvaðan hún kemur = ekki draumur.

Engin ummæli: