laugardagur, 13. október 2007

big girls do cry

Eftir strembna en ofurhraða vinnuviku hlakkaði ég til að fara og njóta helgarinnar. Það fyrsta sem ég gerði var að ná í bílinn og bruna út í Gróttu þar sem ég grét. Og það var gott. Ég var ekkert að gráta yfir neinu sérstöku, en öldurnar voru svo mikilfenglegar, skýin, liturinn á hafinu, byljandi regnið og sólin. Síðan eftir þetta allt saman birtist regnboginn mér allur í heild sinni. Mjög hressandi. Hormóna-hvað? Eða svöng og þreytt? Það kannski skiptir ekki öllu máli en þetta var gott bað fyrir helgina. Einn mannlausu bílanna úti í Gróttu hafði að geyma dísarpáfagauk (eru það ekki þessir stóru?). Stórt búr fyrir stóran fugl.

Annars bara hress hérna megin. Búin að fara og taka sundsprett og það er nú bara svo fyndið að vera í heita pottinum. Fyrst er byrjað að tala almennt um veðrið við frekar fáar undirtektir en um leið og einn segir veðrið hafa verið stormasamt í pólitík liðinnar viku springur allt og allir hafa eitthvað til málanna að leggja. Í sundi var líka eldri kona í mjög svo slitnum sundbol. Mér leið illa fyrir hennar hönd og velti því fyrir mér hvort ég ætti að benda henni á það, en svo slitinn var hann að maður sá í gegn hér og þar. Ég ímynda mér að hún hafi alls ekki gert sér grein fyrir því ....

Í kvöld fagna ég með vinkonum í samkomuhúsinu í Garðinum og hlakka mikið til. Ímynda mér að þar verði sannkölluð mafíósastemning. Talandi um mafíuna, þá var síðasti þáttur Sopranos þátttanna pínku vonbrigði þó tilvísunin í Godfather hafi verið góð. Hér á heimilinu verður næsta vika sjónvarpslaus, enda nóg komið af því í bili. Annað meira spennandi handan við heygarðshornið. Airwaves hátíðin mikla. Það kannski hljómar sem svo að ég sé að mikla þetta fyrirbæri, en staðreyndin er sú að þetta er mér einmitt mikilvægt fyrirbæri. Nánar um það síðar, þegar rannsóknin og niðurstöður hennar koma út .... hvort sem það verður 2008 eða 2009.... Back to the Future. Lifið heil.

2 ummæli:

baba sagði...

ég horfði á walk the line í gærkvöldi og varð grátbolgin yfir því hvað johny cash átti bágt..hló svo að því að ég væri grátbólgin...þetta er afar hressandi athöfn...tilfinningar eru fallegar....takk fyrir síðast annars....yndislegt alveg hreint...sjáumst á loftöldunni mín kæra....

Netfrænkan sagði...

Ja ef grátbólgin tilfinninganæmni skrifast á hormóna þá er greinilega mikið ójafnvægi á þeim hjá mér. Góða skemmtun á Airwaves! verður örugglega mikið stuð á ykkur baby :-D