mánudagur, 12. nóvember 2007

KryddlagkakanÞað er margt að bruggast í undirheimum mínum þessa dagana, sérstaklega á nóttunni. Ég veit ekki hvernig það kemur til, en oft einkennast draumar mínir af skrítnum aðstæðum með tilvísunum í eitthvað miður gott, eins og morð, dráp, vopn, og í nótt voru það eiturlyf. Bólfélaganum dreymir aftur á móti alltaf eitthvað skemmtilegt um baby. Athuga ber að þegar ég segi eiturlyf, þá á ég við efni unnin á tilraunastofum (eða í bílskúrum), efni sem eru mjög fjarlæg náttúrulegum efnum á borð við marijúana, en sumar vefsíður segja marijúana vera gott fyrir vöðva legsins í fæðingarferlinu. Ég veit ekki hvað læknar og ljósmæður Vesturlandanna í dag myndu segja við því?

Í gærkvöldi á meðan kæri bakaði pizzu kvöldsins sá ég í fréttatímanum frétt um rannsókn úr læknablaðinu Lancet (frá að mig minnir mars 2007) um skaðsemi eiturlyfja. Þar voru teknir félagslegir, líkamlegir og andlegir þættir með í leikinn og heróín var þar efsta á lista, en í 5. kom áfengi, þar á eftir amfetamín, seinna tóbak og þar á eftir kannabis, lsd og e-pillur. Því var velt upp hvort nauðsynlegt væri að endurskoða flokkun Vesturlandanna á eiturlyfjum og þ.m.t. áfengi.

Að öðrum gleðilegri efnum. Ég er að verða 30 ára á fimmtudaginn og hlakka til. Ekki út af einhverju húllum hæi, heldur finnst mér bara gaman að eiga afmæli. Ég bakaði köku í gær, fékk uppskriftina hjá Únnu systur sem lumar alltaf á massa uppskriftum. Hún á meira að segja spes jóla-uppskriftabók. Kökuna má kalla kryddköku eða lagköku og er soldið maus að gera en gaman. Brún röndótt kaka semsagt sem bólar alltaf á um þetta leyti árs. Hún er uppáhalds eftirrétturinn minn í morgunmat.350 gr sykur
250 gr smjörlíki (mjúkt)
hrært saman

3 egg – eitt sett í einu, hrært á milli

500 gr hveiti
1 ½ tsk matarsódi
1 ½ tsk lyftiduft
2 ½ tsk kanill
2 ½ tsk negull
3 mtsk kakó
þurrefnum blandaði í sér skál og blandað hægt við hitt.

2 ½ - 3 dl mjólk blandað út í blöndu.

Skipta deigi sem er seigt og slímkennt í 3 jafna hluta, dreifa á bökunarpappír á bökunarplötur, reyna að jafna þykktina (verður pottþétt ójafnt, en maður sker endana af, til að gera fínt).

Hvert lag bakað í 15 mínútur við 180 gráður.

Krem:
225 gr smjör
4 eggjarauður
500 gr flórsykur
1 tsk vanilludropar

Skipta kremi í 2 hluta, setja ofan á kælda köku, vanda sig rosa mikið við að setja annað lag ofan á og krem þar á. Loka síðan dæminu með síðustu kökuplötunni. Kantskera. Skera í 6 – 8 bita, láta í álpappír og poka og frysta.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mikið var að einhver með viti skrifar eitthvað af viti einhversstaðar...
auðvitað fær maður sér eftirmat eftir morgunmat:)
ég var farinn að halda að ég væri sá eini...

Hrefna sagði...

Namm hvað þetta er ótrúlega girnó kaka Anna Katrín. Þegar ég er búin að fara og kaupa hrærivélina sem fjölskyldan mín gefur/gaf mér í ammó ætla ég að prófa....á sko bara svona litla matvinnsluvél

Netfrænkan sagði...

Nammmm....slurp...Það er sko ekki útlitið heldur bragðið sem skiptir mestu máli þegar kemur að svona dásemdarkökum. Þessi er líka í uppáhaldi hjá mér en mér hefur fundist svo mikið maus að búa hana til. Kannski ég láti bara slag standa........

Unknown sagði...

jóla-lag-a-kaka sem gaman er að baka...mig langar í svoleiðis

Nafnlaus sagði...

Tilhamingjumeðafmælið! Mmm kaka.
Heiða

Sigga sagði...

Nammi, mig langar að baka,
mig langar að skella þessum hráefnum í bleiku kitsjeneidina mína...
og geri það kannski...

Til hamingju með afmælið,
anna systir mín á líka afmæli í dag 15. nóvember.
En hún er 15 árum eldri en þú.

15 og 15
á maður þá að baka 30 kökur?
Eða 15?

Agusta sagði...

Til hamingju með afmælið mín kæra :)

baba sagði...

til hammó með ammó elskan...ég er farin að sakna þín alveg óskaplega....hvenær ertu laus í kaffi?

Ragnhild sagði...

innilega til hamingju með afmælið í gær! knús og ást frá Ragnhild, Höskuldi og Ými Jaka :*