þriðjudagur, 8. janúar 2008

40 vikur i dag

Súpa með kókosmjólk og sætum kartöflum

1 kg sætar kartöflur –
afhýddar, skornar í teninga, olífuolía yfir þær og inn í ofn í svona 25 mínútur við 200 gráður.

1 mtsk rautt karrí mauk (red curry paste) –
Kartöflurnar settar í pott eftir baksturinn og karrýmaukið sett út á kartöflurnar í pottinum.

1 líter kjúklingasoð –
sett út í pottinn og allt maukað með töfrasprota þangaði til mjúkt og kremkennt.

400 ml kókosmjólk –
sett út í heita súpuna, öllu blandað vel saman og hitað í smá stund.
Njótið vel.

7 ummæli:

Arna B. sagði...

umm, verð að prófa þetta. Það styttist óðum í stóra daginn. Hlakka til að heyra fréttir.
Kær kveðja,
Arna

Hrefna sagði...

ummm hljómar vel, ég prófa þetta eins og svo margt annað gott sem komið hefur frá þér. Hugsa mikið og fallega til þín þessa dagana og vona að þér líði vel og allt gangi sem allra allra best.
Knús frá Kóngsins köben

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna, langaði að kvitta og sennilega fáum við þessa uppskrift að láni...virkar bara nokkuð vel í eyrum og augum....spurningin er ..hvernig í munni???
Anyway, við fylgjumst með úr fjarlægð í Grafarvogi og vonum að allt gangi vel hjá ykkur.
Kv. Laufey Lind og melur hennar

AnnaKatrin sagði...

En gaman að heyra frá ykkur góðu konur í Grafarvogi, Köben og France. Uppskriftin virkar undursamlega í munni... allaveganna fyrir þá sem fíla chilli og kókosmjólk. Mjög einfalt, en ég fer ekki alltaf beint eftir magninu, stundum á ég ekki 1 kg af sætum o.s.frv. Síðan finnst sumum svona súpur alltaf betri daginn eftir þegar bragðið er orðið meira, og þá má hita þær upp og gera meira úr þeim með að bæta vatni útí.

Hafið það sem allra best, ak.

Unknown sagði...

já einmitt...þessi súpa er fullkomin daginn-eftir-súpa...hef mjög góða reynslu af henni...bragðlaukarnir taka alltaf kipp þegar hún rennur ljúflega niður...bumbustraumar og ástarkveðjur frá Vallarheiði...
-Harpa og Thelma

Hrefna sagði...

hæ sæta mín. Gerði þessa súpu í kvöld og hugsaði fallegar hugsanir til þín og ykkar á meðan. Hún var mjög góð og ég hlakka til að smakka restina á morgun.knús og kossar Hrefna

Nafnlaus sagði...

ummmm þetta er svo rosalega góð súpa -