þriðjudagur, 15. janúar 2008

41 vika


Allt í rólegheitunum hérna megin. Stundum hugsa ég til þess þegar ég hef haft svo mikið að gera að ég hef þráð að eiga stundir þar sem ég hef ekkert að gera. Núna eru þær stundir runnar upp... Ég er að reyna að vera þakklát fyrir þessar þöglu stundir og njóta þeirra í botn. Listin að dunda sér er mér ekki framandi, en segja má kannski að ég sé ekki í þjálfun. Erum við að tala um lognið á undan storminum? Ég hlakka mikið til þeirrar reynslu sem bíður handan við hornið og sama má segja um hinn verðandi pabba sem er svo spenntur að hann vaknar syngjandi og trallandi og segir það vera barninu til góða. Of mikið af hinu góða getur aftur á móti farið í taugarnar á mér sem millilið.

Það var farið í hossubíltúr upp á gamla mátann og ég meikaði bara alls ekki Sonic Youth og Blonde Redhead. Ég bara gat ekki hlustað á þá annars góðu tónlist. Hvað er að verða um mig? Er ég bara að verða ógó væmin týpa sem getur bara hlustað á nýaldartónlist Klaus Wiese og Búddamunka? Mér finnst svosem spennandi að leyfa væmninni að blómstra og spretta út hjá mér í nýju hlutverki. Önnur heimilisráð eru prófuð í tíma og ótíma, en næst á dagskrá er að afla upplýsinga um ilmkjarnaolíurnar Clary Sage, Jasmín og Ylang Ylang. Mary Popplove benti síðan á eitt rauðvínsglas á dag sem hljómar bara alls ekkert illa, en henni óska ég gleði og gæfu á nýjum vettvangi. Og til að enda þetta, þá er ég sannfærð um að barnið viti best hvenær það á að koma, ég hef lítið sem ekkert um það að segja og er bara ofsalega spennt fyrir því að hitta þetta barn og þakklát fyrir að meðgangan hefur gengið eins og í sögu og enn líður mér vel í góðum fíling. Ást og friður til ykkar allra.

8 ummæli:

Hrefna sagði...

Æði að heyra frá þér og fyndið að þú sért að verða væmna týpan sem er bara í heimilisráðunum í tíma og ótíma. Skemmtilegt að heyra líka hvernig hinum verðandi pabba líður. Gangi ykkur rosalega vel....vonandi fer þetta að gerast....já í fyrra skiptið sem ég átti fór eitthvað að gerast eftir að "hreyft var við belg" en það virkaði reyndar ekki í seinna skiptið.

Netfrænkan sagði...

Æ en yndislegt að lesa þetta. Jú jú blessuð börnin koma bara þegar þeim hentar og lítið hægt að reka á eftir þeim. Bara hið besta mál enda ágætis aðlögun fyrir þá þolinmæði sem foreldrar þurfa á að halda eftir að krílið er komið. Gangi ykkur sem allra best og njótið þess að bíða.
Kærleiksknús!!

baba sagði...

nú er tunglið nákvæmlega 60% fullt og vaxandi....baby vill náttlega vera í takt við náttúruöflin....orkan er mest 3 dögum fyrir fullt tungl og 3 dögum eftir...múhaha...kellingarnar segja að allt sé að gerast í fæðingartíðninni á tunglinu fulla....bið að heilsa ykkur og hlakka til að sjást....

Nafnlaus sagði...

Elsku Ak, er alltaf að hugsa til þín.
Gott að heyra að ykkur líður vel og ég ætla að giska á 18.janúar :)
Passaðu þig á hossubíltúrum, þeir geta verið varhugaverðir, en ég veit um nuddara á nuddstofunni Paradís sem er víst frægur fyrir að koma konum af stað með því að þrýsta á einhverja punkta ;)
Stórt knús til ykkar og gangi ykkur rosalega vel í því sem er framundan.
Alex er algjört krútt að syngja fyrir bumbuna :)
xx
Ágústa

Nikki Badlove sagði...

...nikki badlove eða mary popplove...maður lifandi....ég sendi ykkur öllum spíralstrauma í bumbu og hrygg...ást og friður...

Fláráður sagði...

SPennó spennó - sendi góða hríðastrauma.

Nafnlaus sagði...

æast og friður til þín dúllan mín - sendi þér strauma - þetta barn vill bara vera vatnsberi en ekki steingeit:) hehe

Agusta sagði...

Hæ hæ!
Ekkert að frétta ? Kominn 19.janúar... allt að gerast, eða hvað :o)
Bíð spennt og er alltaf að kíkja hérna inn eftir fréttum...
xx
Ágústa

p.s. fær maður ekki örugglega sms þegar krílið mætir á svæðið?