sunnudagur, 20. janúar 2008

sunnudagssol

Spenningurinn magnast, eða kannski er það bara utanaðkomandi spenningur sem elskulegir ástvinir senda okkur. Takk kærlega fyrir kveðjurnar, það er óneitanlega styrkur í því að vita að fólk er að hugsa til manns. Við erum bara frekar róleg, enda eðlileg meðganga allt að 42 vikur og sá tími er ekki enn runninn upp. Auðvitað verður látið vita þegar baby mætir á svæðið. Annars líður mér bara mjög vel, horfi hugfangin á hrafnana leika sér, bíð eftir að tunglið fyllist pínu betur og ætla að fara út að njóta sólarinnar. Það er ekki annað hægt en að senda gleðistrauma út á þessum fallega sunnudegi. Friður.

13 ummæli:

Magga sagði...

Hugsa til thin!
Kannast vid bidina, og spenningin. Gott ad lata hugann reika og hvila sig sem mest i bidinni.
Thad er e-d serstakt vid thessa daga sem madur fer fram yfir, spenningin og tilhugsunin um ad faedingin geti farid af stad hvenaer sem er, og svo gerist ekkert... fyrr en allt i einu!
Bid spennt fretta!
Knus
Magga Stina

Nafnlaus sagði...

O já, sammála þessu kommenti hér að ofan. Kannski er náttúran einnig að undirbúa mann frekar fyrir átökin framundan. Manni hreinlega langar ekkert frekar en að fara að fæða. Orðin hálf þreyttur á að halda á barninu í bumbu, vill fá að halda á þvi utan bumbu. :)
Annars sendum við orku og kraftastrauma.
Kv. Laufey Lind og family

Nafnlaus sagði...

En gaman að heyra frá þér elsku AK.
Ég hef ekki upplifað svona bið þar sem Kristín kom snemma, en ég beið nú samt mjög leeeeengi eftir henni og mómentið þegar hún var loksins komin í heiminn var óviðjafnanlegt. Þið eigið svo yndislegar stundir framundan, ég bara hálföfunda ykkur haha :o) Þetta er svo gaman! Það allra skemmtilegasta sem ég hef gert! Gangi ykkur vel og hlakka til að heyra fréttir.
xx Ágústa

Arna B. sagði...

Æ, hvað það er gaman að fá fréttir af þér. Bíð spennt eins og fleiri eftir að baby mæti;)
Kær kveðja,
Arna

Nafnlaus sagði...

ég er að hugsa til ykkar núna og er spennt að heyra fréttir. Gangi ykkur rosa vel!!!
kv
Malena

Nafnlaus sagði...

Ég líka alltaf að hugsa og hugsa til ykkar. Gangi ykkur vel....
Hrefna

Kvenfélagið Garpur sagði...

Ég líka að hugsa til ykkar,
hlakka til að heyra fréttir.
xx sol

Nafnlaus sagði...

hugsa til þín á hverjum klukkutíma held ég bara þessa dagana. Sé ekkert nema sól og ljós þegar þið komið í hugann, fallegt bros og gleði. Í kvöld er fullt tungl og ég er viss um að eitthvað er að gerjast núna og kannski, já kannski bara er baby sammála því að fæðast aðfaranótt miðvikudagsins 23, janúar :) knús og gleði til ykkar...

Agusta sagði...

Heyrðu já ansi líst mér vel á straumana sem fylgja þessari dagsetningu, 23.janúar ;)
Held ég sé barasta sammála Særúnu þó ég þekki hana ekki neitt og ætla að vona að það bíði mín sms í fyrramálið þegar ég vakna :o)
Fer að sofa með bros á vör og sendi alla mín bestu strauma til ykkar.
xx og góða nótt !
Ágústa

baba sagði...

í nótt vaknaði ég við jarðskjálfta og nóttina þar á undan vaknaði ég við storminn á glugganum...hvað verður það í nótt? nýársorkan er mjög svo lifandi...

Linda sagði...

Sendi ykkur kæra kveðju og fallega strauma kæru vinir...

kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Elsku Ak og Alex
get varla beðið eftir að sjá myndir af dýrðinni ! Til hamingju með prinsessuna :)
xx Ágústa

Netfrænkan sagði...

Jiii er komin lítil stelpa í heiminn. En yndislegt að frétta það. Til hamingju með stelpuskottið!!! :-D
kv. Gulla