laugardagur, 5. júlí 2008

Dularfalla taskan

Hér var dinglað á dyrabjöllunni um klukkan 06:00 í morgun. Það er svosem ekki nýlunda, en í morgun þegar ég fór á fætur og niður að ná í blöðin lá svartur bakpoki á tröppunum utandyra. Um hann skeytti ég engu enda er ég helgaráskrifandi að Mogganum og fæ því enn meira að kjamsa á um helgar. Síðmorguns var bakpokinn kominn yfir götuna við horn hússins og girðingarinnar á móti. Mogginn og hin runnu niður með kaffinu og fyrr en varði var mér litið út um gluggann til þess eins að uppgötva bakpokann kominn í tröppurnar sem eru eilítið niðurgrafnar hér á móti. Seinnipartinn var farið í garðinn auk þess sem ég náði að vinna að skrifum við eldhúsborðið. Nú, þegar ró er komin yfir börnin 2 og 3 fullorðna sá ég 2 framhaldsskólapilta vera að vasast við húsið á móti, kíkja yfir grindverið og yppa öxlum og með vindinum heyrði ég þá segja að þeim þótti skrítið að pokinn væri ekki lengur á sínum stað. Hvað ætli hafi verið í bakpokanum?

Engin ummæli: