mánudagur, 6. október 2008

Símtal dagsins

drrriiiiing.

ak: halló
kona: er alex við?
ak: nei hann er ekki við.

þögn.

ak: hver spyr?
kona: mamma hennar alexöndru
ak: jáaaá,

þögn.

kona: ok bæ...

Þetta símtal átti sér stað nú um hádegi, númerið birtist sem out of area á símtólinu, konan talaði íslensku með erlendum hreim.
Eins og staðan er nú sé ég möguleikana sem eftirfarandi:
1. mamma hans alexar að æfa sig í íslensku áður en hún kemur bráðum í heimsókn og greinilega búin að æfa sig mjög vel í hreimnum en ekki alveg með eignarfornöfn og beygingu eiginnafna á hreinu.

2. nr.1 plús að alex er búinn að fara í aðgerð til að leiðrétta kyn sitt og búinn að láta mömmu sína vita.

3. Skakkt númer þar sem tilviljun ein réð því að verið var að reyna að ná á manneskju sem heitir líku nafni. Þetta er nokkuð raunhæfur kostur fyrir utan það að í símaskránni er alex skráður undir sínu fulla nafni sem byrjar ekki alex...

2 ummæli:

baba sagði...

afskaplega dularfullt....heimurinn er svo skrýtinn og súrealískur að stundum er bara eins og maður sé í einhverri undarlegri bíómynd...símtalið og vangavelturnar flott atriði....rigningin lemur þriðjuhæðargluggann á vallarheiði og löngunin til að fara í regnfötin og berjast á móti vindinum farin að segja til sín....bið að heilsa...

Nafnlaus sagði...

held þetta hafi nú bara verið einhver flippari!
Ertu á fullu að vera mamma? hvernig var með airwaves verkefnið sem þú varst með í gangi?
Ég vona að þú sért að fara á airwaves og sjáir familjen..
Ég er með ''det snurrar i min skalle'' lagið þeirra allveg á heilanum þesa dagana, elska það! elska ykkur, kveðja Atli frændi!