mánudagur, 25. maí 2009

Kona gengur niður götuna. Klædd í smart föt, milli 40 og 50 ára. Ég lít aftur út og þá er hún að bjástra við rúðuna á bíl í götunni og ég áleit sem svo að hún væri að fjarlægja stöðumælasekt af bílnum sínum áður en hún hélt af stað. Ekki var það svo. Hún fer að næsta bíl sem er bíll nágranna míns og bjástrar við rúðuþurrkurnar, skilur þær eftir uppistandandi og gengur sína leið.

Já ýmislegt hægt að gera í bítið á mánudagsmorgnum.

1 ummæli:

baba sagði...

múhaha! alltaf svo spennandi lífið útum gluggann þinn...mysterious gluggi...ég horfi útum stóran hótelglugga í Tartu...mæli með Tartuborg...ótrúlega falleg og kósí...ég hitti líka skrýtnar konur í dag..ein var á markaðinum í morgun...talaði við mig á eistnesku og reyndi að pranga á mig skóm..var svo ýtin að það lá við að hún færi að klæða mig í þá...haha...svo sá ég eina gamla sem sat á bekk og var klædd í föt sem voru eins og afturítímann langt langt..og hún sat bara og starði eins og hún væri að horfa aftur í tímann líka...umvafinn nútímafólki í afturítímann umhverfi....fallegt...bið að heilsa...