sunnudagur, 31. maí 2009

Tímaleysi og ferðafrelsi

Gott að batteríið kláraðist í klukkunni á eldhúsveggnum. Það hefur gert mér kleift að njóta dagsins með ákveðnu frelsi frá tímanum. Samt er ég búin að standa mig að því margoft að líta upp eftir tímanum, þó batteríin séu búin og klukkan á hvolfi á kommóðunni.

Hvað ferðafrelsið varðar finnst mér frábært að foreldrar mínir taki glaðir við barnabarninu yfir nótt og fram á næsta dag því þá getum við skötuhjú verið saman, frjáls ferða okkar, eins og t.d. á föstudaginn á tónleikum og í tveimur partíum. Mér finnst math-rokk skemmtilegt og hafði mjög gaman af hljómsveitinni Me, The Slumbering Napoleon. Og ég og barnið lærum líka aðra hluti í annarra manna húsum sem hlýtur bara að vera gott mál.

Gleði og friður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

´Ferðafrelsi og ný hús eru frábær fyrirbæri...gott að njóta þess með réttu hugarfari, jamm og já og hananú, heyrumst bráðlega, finn á mér að það er símtal í vændum :)góðar stundir kæra vinkona, kv. Særún

AnnaKatrin sagði...

ha ha ha ég er einmitt búin að vera að hugsa um að hringja í þig.
Ást og gleði. ak

Nafnlaus sagði...

já svona eru hugskeytin og fjarskiptin...getum talað saman í huganum og svo fjartalað í netheimum...hlakka til að hittast á morgun, megi gleðin umvefja fögnuðinn! :)kv. Srá

Sebnin Montana sagði...

http://www.sebnin.blogspot.com/ kíktu í heimsókn :) kv. srá