miðvikudagur, 9. desember 2009

litlir kassar

Bara 17 kassar eftir til að taka upp.
Kannski ætti ég að gera 1 á dag til jóla... en þá yrðu 2 eftir.

Annars er jólaserían komin upp í setustofunni og ég búin að kaupa í konfekt. Mér finnast þessir dagar notalegir þegar dagsljósið lifir ekki lengi og maður getur notið kertaljóssins. Síðan er það bara gleði og gaumur í hjarta mínu og nýja plata kimono er flott, Easy music for difficult people.

Ljós og friður.

2 ummæli:

baba sagði...

mmdaaa...takk fyrir að minna mig á að keikja á kertunum...frétti að kimono kæmu til keflavíkur á föstudaginn...hlakka til að heyra músík fyrir erfitt fólk....kveðja til borgarljósanna...

Nikki Badlove sagði...

litlir kassar..themeshong...áfram þú!