miðvikudagur, 23. desember 2009

ljósahátíðin

Elsku vinir nær og fjær. Jólakortið í ár er þetta:

Megi hátíðarnar vera ykkur friðsælar.

Og síðan er alltaf plús að vera svona heppin eins og ég að hafa nóg að borða, hita, ljós og vatn og ást. Og auðvitað stemning að fá pakka. Gleði í poka frá leikskólaeinstaklingnum sem ég deili lífinu með. Fyrsta utanaðkomandi gjöfin til mömmu. Ný hlutverk hlaðast á mig og ég kasta gömlum á áramótunum. Brenni þau kannski með eldinum. Já, ég er dreki. Sporðdreki.

Að öðru jólastússi. Þá eru óopnuð jólakort í eldhúsinu. Veit ekki hvenær við búum til reglu um þau, en það er þó búið að opna nokkur snemmborin. Nú er ráð að ganga rösklega til verka, pakka inn jólagjöfum, fara í ísskápinn, ná sér í bita og njóta.

Gleðileg jól.
ak

Engin ummæli: