Dagurinn rann upp bjartur og fagur. Smá yoga á stofugólfinu í morgunsárið. Notaleg hafragrautssamvera og síðan út í skóla. Við röðuðum í stafrófsröð, orðunum sem við vorum að vinna með úr drekasögunni. Svaraði e-mail. Töluðum um þegar Jesús var handtekinn og Júdas Ískaríot sem sveik hann með kossi. Töluðum um eilífðina og endurfæðinguna, vorið og eggin og byrjuðum á páskaföndurskransi í kjölfarið. Átti fund með foreldra, annan með samkennara. Kenndi tölvur og tæknimennt í tvo tíma og komst m.a. að því að gott skipulag gerir allt betra fyrir mig. Fór á kennarafund og fékk köku. Fór heim og þvoði þvott. Hugsaði um hvað barnið skyldi heita. Hringdi til að stuðla að endurnýtingu barnafata. Út á leikskóla og síðan út í garð að tína köngla sem þekja grasflötina eftir storminn. Blés úr tveimur eggjum í fyrsta sinn eftir að hafa fengið leiðbeiningar frá leikskólakennurunum. Horfði út um gluggann og fékk mér rúsínu með s. sem var klóruð til blóðs í dag. Var þarna búin að þrífa sárin og bera smyrsl á. Horfði á parta úr Jungle Book á milli þess sem ég las blaðið og e-mail. Komst að því þegar a. kom heim að barnið heitir Anna Lee Mason. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn í Kanada, velkomin í heiminn. Borðaði chili pasta. Kúrði á teppinu með fjölskyldunni. Gekk frá eldhúsinu og bakaði brauð. Nú Ali Farka Touré á fóninum og sjónvarpsgláp í startholunum.
Þessi færsla er tileinkuð bróður d. sem ég er svo stolt af og vinum mínum sem hjálpa mér að sjá ljósið. ást og friður.
miðvikudagur, 24. mars 2010
mánudagur, 8. mars 2010
píkur og snjór
8. mars Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti - áfram konur og líka karlar! Kominn tími á nýtt hugsunarferli þar sem t.d. konur og menn bræðast saman í verur sem hafa bæði ,,kvenkyns- og karlkyns eiginleika" ef þeir verða enn fyrir hendi í framtíðinni (sem ég vona ekki) og t.d. að hugtakið ofbeldi gegn konum verði gamaldags hugtak sem var notað þegar heili mannkynsins náði ekki lengra... Friður fyrir alla. Er að byrja að lesa Á mannamáli sem ég nældi mér í á markaðinum ásamt Viðfangsefni í lífsgildum fyrir börn og Hjómið eitt. Mæli síðan með nýja dagblaðinu Róstur. Róstur-róstur-róstri-róstra? Róstur - róstur - róstrum - róstra?
Í þessu augnabliki þegar snjórinn hefur bráðnað hefur vorandinn blásið í mig nýju lífi. Fyllir mig von um vor. Sóldýrkandinn með vörn 30. Svo hlakka ég til tónleika kimono í Íslensku Óperunni á fimmtudaginn. Láttu sjá þig!
Í þessu augnabliki þegar snjórinn hefur bráðnað hefur vorandinn blásið í mig nýju lífi. Fyllir mig von um vor. Sóldýrkandinn með vörn 30. Svo hlakka ég til tónleika kimono í Íslensku Óperunni á fimmtudaginn. Láttu sjá þig!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)