mánudagur, 8. mars 2010

píkur og snjór

8. mars Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti - áfram konur og líka karlar! Kominn tími á nýtt hugsunarferli þar sem t.d. konur og menn bræðast saman í verur sem hafa bæði ,,kvenkyns- og karlkyns eiginleika" ef þeir verða enn fyrir hendi í framtíðinni (sem ég vona ekki) og t.d. að hugtakið ofbeldi gegn konum verði gamaldags hugtak sem var notað þegar heili mannkynsins náði ekki lengra... Friður fyrir alla. Er að byrja að lesa Á mannamáli sem ég nældi mér í á markaðinum ásamt Viðfangsefni í lífsgildum fyrir börn og Hjómið eitt. Mæli síðan með nýja dagblaðinu Róstur. Róstur-róstur-róstri-róstra? Róstur - róstur - róstrum - róstra?

Í þessu augnabliki þegar snjórinn hefur bráðnað hefur vorandinn blásið í mig nýju lífi. Fyllir mig von um vor. Sóldýrkandinn með vörn 30. Svo hlakka ég til tónleika kimono í Íslensku Óperunni á fimmtudaginn. Láttu sjá þig!

Engin ummæli: