sunnudagur, 28. nóvember 2004

Vinnutidindi

komid kvold og eg a skritnu lyklabordi. Skritnar voru nu sidustu minutur vinnudags mins. 3 ungar telpur snorudu ser inn og vildu bida eftir einni mommunni sem i vinnunni. Kom i ljos ad ein theirra, dottirinn hafdi brotid i ser framtonn thegar hun rakst i eitthvad og hun leit ut eins og eg get imyndad mer ad Bjorgvin Halldorsson leit ut a theim tima. Vinkonan helt a brotinu. Thegar thaer frettu ad sama hefdi gerst fyrir brodur minn og ad hann liti alveg edlilega ut roudust thaer adeins. Hefdi att ad segja theim hryllingssogur i stadinn. Thetta var mogulegt daemi um mogulegt vald mitt a vinnustad, en eg er einmitt mikid ad spa i valdi thar sem eg er a sidasta snuning med ritgerd um hvort tiska hafi ahrif a kyngervi.

(nofnum breytt)
Thegar syningin var buin og stelpurnar farnar kom onnur stelpa. Hun bad um ad fa ad hitta Sigthor. Fyrst kalladi eg i rangan Sigthor og thad var fyndid ad sja vidbrogd beggja. Sidan hofst bidin. Bidin langa. Manninn var ekki haegt ad finna thratt fyrir ad hann vaeri i husinu. Einhverra hluta vegna smeygdi stulkukindinn ser inn um annars vandlega vaktadar dyrnar og var komin inn til min. Hofust tha samraedurnar. Hverning eru launin? Hann var buinn ad segja ad eg maetti alltaf koma. Sa hvar madur atti ad fara a vefsidunni. nei, er ekki med gsm-numerid hans. heldur thu ad oryrkjar geti unnid her? ofsalega varstu flott\flottur i syningunni. Eg var ad springa. Bad hana vinsamlega ad fara fram i thriggja saeta bidstofuna thar sem eg thyrfti ad sinna ymsu. Meira en 20 minutum seinna kom eg til baka, buin ad taka minn tima og anda og fann Sigthor tala vid hana a bidstofunni. Seinna um kvoldid sagdi hann mer ad thau thekktust ekkert mikid. Biddu, biddu, hugsadi eg, a listafolk alltaf fatlada addaendur? Spurning sem eg vik fra i augnablikinu, thvi enn sidar um kvoldid, til ad klara soguna, sat stulkukindin i straetisvagnaskyli a Hverfisgotu og veifadi mer.

miðvikudagur, 24. nóvember 2004

plötutiðindi

bíddu bíddu, afhverju koma sumir íslenskir stafir alltíeinu í dag í titilinn hér að ofan? hingað til hafa stafirnir ekki birst sem íslenskir. Athyglivert. En skemmtilegra var þó að koma heim úr vinnunni í gærkvöld og sökkva sér í nýjan bækling sem barst inn um lúguna, Plötutíðindi. Þar kennir ýmissa grasa og ég merkti samviskusamlega við allar þær listafurðir sem ég hef hug á að upplifa. Og útgáfa á Íslandi er bara í góðum málum, ef taldir eru titlarnir sem gefnir eru út. M.a. er ég skotin í: Ragnari Bjarnasyni, silfurplötu Iðunnar með 200 stemmum, Elegíu Gunnars Kvaran og Selmu Guðmundsdóttur, Steindóri Andersen og Úlfhamsrímum, Szymon Kuran og Ramonu prinsessu, Tvísöng, Wu Tang Clan (live), DVD David Attenborough. Og síðan skunda ég bara á Borgarbókasafnið í Janúar og fæ þetta lánað ásamt 80.000 króna virði af jólabókum sem mér langar að lesa.

dagatalakerti, dagatalakerti,
kúnígúnd laugavegi.
Alveg frá því ég var lítil smátelpa hef ég ekki skilið nafnið á þessari verslun og geri ekki enn. En ég veit að þúfnalúra þýðir niðurgangur.

mánudagur, 22. nóvember 2004

utopia i hagkaupum, kringlunni

Hagkaup, Kringlunni á laugardegi. Inni í mátunarklefann heyri ég samtal fullorðinnar manneskju við barn. Þar var fjallað um jólagjafir, hvað barninu langaði í frá þessum og hinum o.fl.

Það var heldur skringilegt að handfjatla nýja tegund af þúsundkallinum við afgreiðsluborðið. Mörgum mörgum þannig var eytt í kynningarbækling um nýtt útlit hans. Sem á þó ekki eftir að hafa mikil áhrif á mig sem einstakling, en mér finnst samt gamli flottari. Mér finnst bara ekki passa að myndin þekji flötinn langsum að ofan og niður. Mörg talnakerfi hafa verið með manninum og því þætti sumum e.t.v. skringilegt að fá tvo fimmhundruðkrónaseðla, þegar upphæðin er þúsund einingar. Er einmitt búin að vera að sökkva mér í mannfræðilegar frásagnir frá suður-Afríku þar sem hugmyndir um samfélög, verðmæti og samskipti eru ólík því sem maður þekkir hér. Í framhaldi af því hef ég komist að því að ýmsu, m.a. því að jöfn skipting skipti mjög miklu máli, sem og það að aldraðir geri ráð fyrir að samfélagið sjái um þá þegar þeir geta ekki lengur orðið sér úti um nauðsynjar og við líkamlega hrörnun og þeir þurfi ekki að afsaka sig og skammast sín. Þá er það að mynda tengsl við aðra stór þáttur í góðri samfélagsgerð, þar sem maður getur treyst á aðra og réttir hjálparhönd þegar þess þarf. Annars hef ég margt að bæta við þetta en læt staðar numið við útópískar hugmyndir mínar. Já, og svo kannski í sambandi við allt þetta má bæta við að ef allir hlustuðu á hvorn annan og hættu að láta valdaskrímslið éta sig að innan, hlusta á hjartað sitt, þá myndi heimurinn sko verða betri.

En afhverju er ég að blaðra um þetta. Jú, vegna þess að núna fer sá tími í hönd, þar sem allir þykjast vera að vera góðir við alla og hugsa fallega til annarra o.s.frv. En afhverju ekki bara að gera það alltaf? Maður þarf ekkert endilega að gefa gjafir til þess að sýna hversu maður metur viðtakandannn. Og þeim mun dýrari gjafir, því meiri virðing. Eða hvað. Mæli með að leggja einn nýjan þúsundkall af jólaeyðslunni á stað sem hann getur verið til góðs.

þriðjudagur, 16. nóvember 2004

dagurinn i gær

Mér finnst gaman að eiga afmæli. Komst að ýmsu í gær á þessum fallega degi. Til dæmis því að pabbi þekkti sjúkraflutningamanninn sem sótti mömmu á sjúkrabílnum þegar hún var að fara í fæðingu. Þá var víst normið að sækja konurnar í sjúkrabíl. En hann mundi varla meira, jú, hann var viðstaddur. Sem hann taldi ekki hafa verið í tísku fyrir þann tíma. En mér þykir vænt um blómvöndinn frá honum og allar skemmtilegu og fallegu gjafirnar, kveðjurnar, símtölin og símskeytin sem mér bárust. Líður núna eins og 80 ára í Mogganum að segja ,, þakka öllum þeim er glöddu mig..."

Forgangsröðun átti sér líka stað í huga mér í gær þegar ég skrópaði í tíma eftir hádegi til þess að chilla á eðalkaffihúsinu Stúdentakjallaranum með 2/3 hluta systra minna og 1/2 hluta bræðra minna. Það var gott.

Missti nú samt soldið dampinn í gær í þessum gleðihugsunum þegar ég var í vinnunni. Vesenið á sumu fólki er óviðjafnanlegt. En hei. Átti fallegt óundirbúið kvöldkaffi í faðmi rosalegrar köku sem var löguð inni í eldhúsi af kæra en ég vann við þýðingar á uppskriftinni sem hét Pæjuterta eða -kaka, valin uppúr Kökubók Hagkaups.

Og núna snjóar bara og snjóar þannig að snúið verður að lærdómi.

mánudagur, 15. nóvember 2004

kveðjur

plássið er nóg fyrir kveðjur í tilefni þessa nýja dags hér að neðan

fimmtudagur, 11. nóvember 2004

orð af ymsum toga

Það var orðið dimmt úti þegar ég labbaði heim úr skóla klukkan hálf sex í dag. Merkilegt að vera alltaf að taka eftir veðrinu og umhverfinu þegar maður hefur búið við stöðuga hringrás þess í einhvern tíma. En ég er glöð yfir því að vera ekki að vinna í kvöld og annað, en fer með eftirvæntingu um helgina því þá hef ég hugsað mér að ritgerðast. Og á morgun klukkan tíu árdegis fer ég í ókeypis heimspekilega ráðgjöf. Kannski er hún svarið við vandamálum heimsins. En hún Gugga hefur einmitt velt því fyrir sér í bloggheiminum og benti mér á þetta göfuga hugtak löngu áður en ég fékk fjöldapóstinn frá skólanum um þetta ókeypis fyrirbæri. Hlakka til, nenni ekki að búast við að þetta verði eitthvað krapp, því þá er ég að jinxa áhrifunum og fær maður ekki alltaf það sem maður vill/óskar/hugsar?

p.s. fékk splunkuheimsókn eftir skóla frá 4 yndislegu Reykjanesfólki ásamt 1 fyrrverandi Reykjanesveru. Það var gaman.
pp.ss. fór á snyrtivörukynningu með leshópnum mínum í skulen og fór í fótabað í bala. Gasalega gaman.

mánudagur, 8. nóvember 2004

Nyr maður

það fer ekki hjá því að maður sé stoltur meðlimur vefsamfélagsins eftir að hafa kynnt sér og fundið út hvernig maður fiffar síðuna sína. Það tekur smá tíma og enginn grunnskilningur á vefsíðugerð í gangi. En það virkaði og hver veit hvað gerist næst.

Hef velt fyrir mér hnattvæðingu í dag en heyrði í gær hryllingssögu í nútímanum, nánar tiltekið frá ameríkunni. Þar var það svo að í íbúð einni fór saur að berast upp um niðurföll baðkers og handlaugar. En stíflur í lögnum hússins voru þess valdur. Huggulegt að fá saur annarra upp um niðurfallið sitt, og hvað þá kúkafýluna. Margt verra getur þó gerst, en hryllingssaga engu að síður.

Varðandi hnattvæðinguna þá er heimurinn orðinn bæði stærri og minni. Stærri að því leyti að nú er allt skoðað í hnattrænu sjónarmiði, en minni að því leyti að nálægðin er svo mikil með hraða tækninnar. Spennandi ekki satt. Ég hlakka til þegar farið verður að skoða hnattvæðingu annarra pláneta þar sem veran verður með vængi og ferðast um í geimskutlum.

Hvað með þennan nýja mann sem var fundinn nýlega á eyjunni Flores rétt hjá Indónesíu? Ekkert hefur gerst í þessum málum síðan á sjöunda áratuginum þegar Lucy fannst í Afríku (beinagrindin kölluð Lucy af því að fundarmenn voru að hlusta á Lucy in the skye with diamonds). En núna er þessi floresmaður kominn í ljós og talið er að hann hafi verið mjög lágvaxinn og jafnvel hærður. Bjó þarna fyrir svona 18000 árum, bara núna nýlega semsagt í sögunni. Og að hann hafi þróast út frá homo erectus, en minnkað vegna þeirra aðstæðna sem hann bjó við (þ.e. á þessari eyju). En það er víst að hann hafi haft tungumál, viðhaldið æxlun sinni, veitt míni - fíla og haft einhvers konar áhöld, og það með miklu minni heila en maðurinn (meira að segja með minni heila en simpansi). Humm og ha. Og þessi mannvera bjó þarna bara í chillinu meðan maðurinn var að koma sér fyrir í heiminum og menningin fyrir botni Miðjarðarhafs að byrja að blómstra. Ja, hvað veit maður svosem.

sunnudagur, 7. nóvember 2004

alþjoðavæðing og orkusöfnun

Það var undarlegt að átta sig á því að klukkan væri að verða eitt á hádegi á föstudaginn. Það þýddi að móðir mín góð og ég vorum búnar að vera í rúma 2 tíma í sænsku gæðaversluninni Ikea. Það kom líka spánskt fyrir sjónir að sjá kínverska leturgerð á kassanum utan af hillunum sem ég keypti. Hvað varð um sænska gæðastimpilinn? Kannski var viðurinn í hillunum frá Kína, nú eða kannski þegar búið var að setja gripinn í það form sem er aðgengilegur nútímamanninum að þá var hann sendur til Kína og settur í kassa þar eða kannski eru höfuðstöðvar Ikea í Kína? Ég veit það ekki en alþjóðavæðingin er staðreynd og þær eru lekkerar, hillurnar. Minna mann svolítið á setbekkina úr viði í gufuböðum, enda hentar það vel inni á baði. Það tók engan tíma að skrúfa þær saman og meira að segja skrúfjárnið fylgdi með. Ég held ég versli samt ekki aftur í bráð í búðinni. Það er nefnilega ótrúlega orkufrekt og brenglandi fyrir hugann að vera innan í svona verslun, og reyndar finnst mér það um fleiri, ef ekki langflestar verslanir. (dæmi um undantekningar: Melabúðin utan annatíma, Woolmarket í Hafnarstræti, Pétursbúð)

Orkunni var síðan safnað aftur saman í Garðinum á laugardagskvöld þar sem var boðið til hálfgerðar afmælisveislu (söngurinn var ekki sunginn) og hvílíkar kræsingar. Jedúddamía. Hvað getur maður sagt í svona löguðu annað en: umm... já, ég held ég fái mér aðeins meira... En það var ekki bara borðað, heldur var tekið til við hljóðfæraspilun, sem gekk svona upp og ofan, en ég held að það sé hressandi þegar nokkrir eru komnir saman að tjá sig á annan hátt heldur en með orðum og líkama, t.d. með hljóðfærum.

Hef eytt deginum í dag á Reykjanesbrautinni og heima með horlufsu. Mér finnst gaman að keyra og gæti alveg hugsað mér að vera leigubílstýra. Eða rútubílstýra. Eða með stýri hangandi í slaufu inni í stofu til þess að sýna akstri mína virðingu. Nokkurs konar krans. Maður gæti tengt það svona við jólahátíðina sem er að byrja að læða sér inn í vitund okkar með blaðaauglýsingum og síðan hef ég heyrt af því að fólk er byrjað að plana jólagjafakaupin. Jólagjafakaup verða tekin til umfjöllunar síðar.

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

eg sit og gægist oft ut um gluggann

Þegar ég vaknaði í morgun var snjór á þökunum í kring. Það var bara nokkuð notalegt. Nú, nokkrum klukkustundum síðar er hann horfinn. Fljótt afstaðin ánægja. Og það rigndi meira að segja á gluggann núna rétt áðan þar sem ég sit fyrir innnan og læri og lít öðru hvoru út til þess að sjá hvað er í gangi á götunni. Fjölþjóðleg gata, svo lítið sé sagt, en við hana býr fólk úr ýmsum áttum, Kanada, Kína, Rússlandi, Frakklandi o.s.frv. En allt á rólegu nótunum og engir papparassar eða limósínur. Að vísu fara konurnar í rússneska sendiráðinu alltaf á fimmtudögum um kl. 13:30 í stóran bíl sem ferjar þær eitthvert, líklega í verslunarferðir vikunnar. Þá standa þær úti í hóp, vel farðaðar og með ilmvatn og bíða eftir bílnum og ég hjóla eða labba framhjá í skólann en ekki í dag, því það er verkefnavika og ég er búin að vera að rembast við að æla einhverju í tölvuna alla vikuna.

En varðandi veðrið, þá er mér oft hugsað til þess hversu og hve mikil áhrif það hefur á vitundina. Ef veðrið er alltaf síbreytilegt, er þá ekki eðlilegt að skap manns sé alltaf síbreytilegt?

Lærði allt um hangin lambalæri í gærkvöldi í matarboði hjá mömmu og pabba. Þau læri sem eru vel hangin eru meyrari og eru dekkri á litinn. Hagnýtt húsráð. Og Amma bara að fíla sig, verandi 83ja ára en bölvandi yfir elli og hrumleika annars fólks... Ætli maður fatti ekki að maður eldist líka þegar maður er kominn á eitthvað ákveðið stig í lífaldrinum? Eða vill maður ekki viðurkenna það að maður breytist náttúrulega?

Best að vinda sér í vinnuna seinna í dag, en fyrst læra smá.