mánudagur, 22. nóvember 2004

utopia i hagkaupum, kringlunni

Hagkaup, Kringlunni á laugardegi. Inni í mátunarklefann heyri ég samtal fullorðinnar manneskju við barn. Þar var fjallað um jólagjafir, hvað barninu langaði í frá þessum og hinum o.fl.

Það var heldur skringilegt að handfjatla nýja tegund af þúsundkallinum við afgreiðsluborðið. Mörgum mörgum þannig var eytt í kynningarbækling um nýtt útlit hans. Sem á þó ekki eftir að hafa mikil áhrif á mig sem einstakling, en mér finnst samt gamli flottari. Mér finnst bara ekki passa að myndin þekji flötinn langsum að ofan og niður. Mörg talnakerfi hafa verið með manninum og því þætti sumum e.t.v. skringilegt að fá tvo fimmhundruðkrónaseðla, þegar upphæðin er þúsund einingar. Er einmitt búin að vera að sökkva mér í mannfræðilegar frásagnir frá suður-Afríku þar sem hugmyndir um samfélög, verðmæti og samskipti eru ólík því sem maður þekkir hér. Í framhaldi af því hef ég komist að því að ýmsu, m.a. því að jöfn skipting skipti mjög miklu máli, sem og það að aldraðir geri ráð fyrir að samfélagið sjái um þá þegar þeir geta ekki lengur orðið sér úti um nauðsynjar og við líkamlega hrörnun og þeir þurfi ekki að afsaka sig og skammast sín. Þá er það að mynda tengsl við aðra stór þáttur í góðri samfélagsgerð, þar sem maður getur treyst á aðra og réttir hjálparhönd þegar þess þarf. Annars hef ég margt að bæta við þetta en læt staðar numið við útópískar hugmyndir mínar. Já, og svo kannski í sambandi við allt þetta má bæta við að ef allir hlustuðu á hvorn annan og hættu að láta valdaskrímslið éta sig að innan, hlusta á hjartað sitt, þá myndi heimurinn sko verða betri.

En afhverju er ég að blaðra um þetta. Jú, vegna þess að núna fer sá tími í hönd, þar sem allir þykjast vera að vera góðir við alla og hugsa fallega til annarra o.s.frv. En afhverju ekki bara að gera það alltaf? Maður þarf ekkert endilega að gefa gjafir til þess að sýna hversu maður metur viðtakandannn. Og þeim mun dýrari gjafir, því meiri virðing. Eða hvað. Mæli með að leggja einn nýjan þúsundkall af jólaeyðslunni á stað sem hann getur verið til góðs.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég á sem sagt ekki eftir að hafa snefil af þúsundkrónaviti þegar að ég kem heim um jólin!

mvh. svanborg