Undanfarna daga hef ég hlustað mikið á Ríkisútvarpið sem er hin mesta skemmtan. Það jaðrar við að dagskráin sé svolítið hátíðleg, en kannski er það bara ég að reyna að vera í hátíðarskapi. Sem hefur að vísu tekist ágætlega enda stysti dagur ársins að baki og nú tekur kraftur sólarinnar við þótt það gerist svo ofurhægt. Jólaskapið mitt er semsagt ró og friður og ekkert stress. Það er bannað. Ég vona að þetta eigi líka við í samskiptum við annað fólk, þó ég viðurkenni að hafa orðið svolítið pirruð á ostaafgreiðsludömunni í Hagkaupum, Kringlunni fyrr í dag. Hún bara blaðraði og blaðraði við 2 vinkonur sínar. En ég greip í taumana og brosti undurljúft til hennar og sagðist vera tilbúin þegar hún væri tilbúin. Keyptum 3-4 kílóa Kalkún og nú þiðnar hann inni í ísskáp. Vonandi þiðnar hann fyrir aðfangadagskvöld. Heimilismenn hafa ráðfært sig við mæður varðandi kalkúnaeldamennsku, sem verður í fyrsta skiptið hér á bæ og það besta verður tekið úr báðum áttum. Spennó.
Er að spá í að mæta í leikhúsið um hádegi á morgun, Þorláksmessu og sjá aðalæfingu jólaleikritsins, en mér finnst að ég verði að sjá það þar sem ég verð að vinna á annan jóladag við frumsýningu. Spennó. Siðaskiptaleikrit. Kaþólska kirkjan stærsta fyrirtækið...
Vona að friður verði í hjörtum flestra yfir bláhátíðarnar. Og annars alltaf með hækkandi sól.
miðvikudagur, 22. desember 2004
föstudagur, 17. desember 2004
gt
í gleði minni og góðum gír skilaði ég lokadæminu, innbundinni ritgerð í hólf kennara míns í dag. Það var góð tilfinning. Er í fjögurra daga vinnufríi. Það er líka góð tilfinning. Útréttaði í dag, Sorpa (1530) áfengi, jóladiskinn hans Elvis á 799, jólatré sem er þó ekki með greninálum heldur meira svona stofublóm. Það var sameiginleg niðurstaða á heimilinu að það væri nú soldið rugl að kaupa tré sem deyr. Þess vegna var fjögurrafingraplantan fyrir valinu í Blómaval. Með pottinum er hún svona 1 meter á hæð. Og hana má skreyta. Þá bauð kæri upp á síðbúin rómó hádegisverð á Pítunni. En þar var einmitt ungur maður sem við hittum mjög reglulega undir skringilegum kringumstæðum. En það er alltaf gaman að hitta hann. Eftir þetta allt saman var Elvis settur á fóninn og tekið til við þrif og skipulagningu enda gestir að koma með jólunum og þá er um að gera að setja seríur út í glugga svo þeir viti hvert skuli fara. Það var góð tilfinning. Á morgun er hins vegar fjögurrakvennaklúbburinn að fara að hittast við konfektgerð í Garðinum. Hver veit nema skundað verði á Stapann um kvöldið því þar leika Hjálmar. Það verður ábyggilega mjög góð tilfinning.
þriðjudagur, 14. desember 2004
a morgun segir su lata?
það fer ekki hjá því að maður fari með góða netrafstrauma í poka í prófið á morgun frá góðu fólki. Það þykir mér vænt um. Er á þessum tímapunkti að hugsa um að fara að þrífa ofan af eldhússkápunum. Sem undir venjulegum kringumstæðum myndi alls ekki koma upp í huga minn, en get bara ekki lært meira. Þó að sjálfsögðu ég geti lært endalaust meira, bara ekki núna.
Amma hringdi áðan og vildi alls ekki trufla mig, en var að spá í jólagjöf handa pabba. Niðurstöður samtals:
- nú er allt í lagi að gefa kiljur í jólagjöf, áður var það glatað
- sumum finnst nú heldur illa talað um fólk í bókinni Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelson
- Þóra, kona Björgúlfs sem er víst einn karakterinn í þeirri bók, var víst gift bandarískum nasista og Björgúlfur gekk börnum hennar úr fyrrverandi hjónaböndum í föðurstað, hvernig er þá hægt að tala illa um manninn í bókinni?
- Ég á að láta mér detta eitthvað í hug fyrir hana að gefa pabba og mömmu.
- hún á tvö koddaver, útsaumuð og læti inni í skáp???
jóla hjól og jóla amma og jóla próf að verða búin á morgun. Á morgun segi ég, er ég þá löt?
Amma hringdi áðan og vildi alls ekki trufla mig, en var að spá í jólagjöf handa pabba. Niðurstöður samtals:
- nú er allt í lagi að gefa kiljur í jólagjöf, áður var það glatað
- sumum finnst nú heldur illa talað um fólk í bókinni Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelson
- Þóra, kona Björgúlfs sem er víst einn karakterinn í þeirri bók, var víst gift bandarískum nasista og Björgúlfur gekk börnum hennar úr fyrrverandi hjónaböndum í föðurstað, hvernig er þá hægt að tala illa um manninn í bókinni?
- Ég á að láta mér detta eitthvað í hug fyrir hana að gefa pabba og mömmu.
- hún á tvö koddaver, útsaumuð og læti inni í skáp???
jóla hjól og jóla amma og jóla próf að verða búin á morgun. Á morgun segi ég, er ég þá löt?
föstudagur, 10. desember 2004
negulnagli i poka
Jamm, var að pakka niður dóti til helgarsetu í vinnu, og ofan í poka með skólabókunum fóru negulnaglar og mandarínur. Bara rétt svona til að jólast á einfaldan en öruggan hátt. Síðar í kvöld er stefnan tekin á jólabingó starfsmannafélagsins og ég get ekki beðið, enda alræmdur bingóspilari. Að vísu kem ég til að standa eitthvað bakvið barinn en er handviss um að geta afgreitt öl um leið og ég spila. Það er sko bingóvél og allt.
Fyrsta prófið að baki. Púff. Leið líkamlega illa í morgun áður en ég hélt af stað, en síðan var þetta bara venjulegt próf, og líkaminn kominn í lag. Síðasta prófið á miðvikudag. Jibbí jei. Fyrsta jólakortið barst inn um lúguna í dag. Hjartnæmt.
Farin til vinnu og í bingó.
Fyrsta prófið að baki. Púff. Leið líkamlega illa í morgun áður en ég hélt af stað, en síðan var þetta bara venjulegt próf, og líkaminn kominn í lag. Síðasta prófið á miðvikudag. Jibbí jei. Fyrsta jólakortið barst inn um lúguna í dag. Hjartnæmt.
Farin til vinnu og í bingó.
mánudagur, 6. desember 2004
undirbuningur í vefheimum
komin við til að pústa fyrir læridagana komandi viku. Búum nú þrjú hér við strætið. Vinur í millibili. Það er gott og gaman. Góður undirbúningur fyrir jólagestina tvo. Frá mismunandi stöðum á Bretlandseyjum. Annar undirbúningur: skellt í 3 sortir fjandinn hafið það á þessum öðrum sunnudegi í aðventu. Hátíðlegt. Er að fara að senda eitt jólaumslag vestur um haf á morgun og undirbý mig enn frekar með því að kaupa nokkur frímerki.
Nauðsynlegt að eiga frímerki um jólin.
Og að neysluhyggjunni þá leit ég við í Smáralindinni og var þar í klukkustundar geðveiki. Kannski að ég hafi farið í nokkurskonar hjúp þegar ég gekk framhjá DJ, förðunarfræðingum, gegnalnæmisvaralit og Jónsa og úff hvað það var gaman hjá þeim.
En magnaðir voru úlfarnir í Úlfhamssögu. Það var sko líka gaman að upplifa þetta leikrit sem tvinnaði saman mörgum sviðum listagyðjunnar eins og vídeólist, lifandi tónlist, umhverfis/hreyfilist og náttúrulega leiklist. Já, samruni í öllu. Evrópa til dæmis, heimurinn alltaf minni. All possibilities... lag með Badly Drawn Boy. Í vefheimum er gaman, en sný á vit svefnsins og læt mig dreyma um það hvernig er hægt að skoða vald en það er ég að fara að gera í morgun samkvæmt nýja læriplaninu mínu, tel mig samt ekki vera að fríka út í skipulaginu, það er innra skipulagið sem er málið. Og núna er verið að spila ljúfa tóna hér í stofunni sem ég get sofnað útfrá.
Nauðsynlegt að eiga frímerki um jólin.
Og að neysluhyggjunni þá leit ég við í Smáralindinni og var þar í klukkustundar geðveiki. Kannski að ég hafi farið í nokkurskonar hjúp þegar ég gekk framhjá DJ, förðunarfræðingum, gegnalnæmisvaralit og Jónsa og úff hvað það var gaman hjá þeim.
En magnaðir voru úlfarnir í Úlfhamssögu. Það var sko líka gaman að upplifa þetta leikrit sem tvinnaði saman mörgum sviðum listagyðjunnar eins og vídeólist, lifandi tónlist, umhverfis/hreyfilist og náttúrulega leiklist. Já, samruni í öllu. Evrópa til dæmis, heimurinn alltaf minni. All possibilities... lag með Badly Drawn Boy. Í vefheimum er gaman, en sný á vit svefnsins og læt mig dreyma um það hvernig er hægt að skoða vald en það er ég að fara að gera í morgun samkvæmt nýja læriplaninu mínu, tel mig samt ekki vera að fríka út í skipulaginu, það er innra skipulagið sem er málið. Og núna er verið að spila ljúfa tóna hér í stofunni sem ég get sofnað útfrá.
föstudagur, 3. desember 2004
Gisli i gislingu
Er að verða tekin í gíslingu af prófundirbúningi sem lýkur 15. desember með ánægjulegu lausnargjaldi sem ég veit ekki enn hvað verður. En ég reyni að minna mig á það að þetta er gaman þegar ég er að sofna yfir málsgreinum sem hafa engin greinarmerki. Það er gaman að láta reyna á heilann sem maður notar hvort sem er bara lítinn hluta af.
Stefni á að upplifa leiksýningu á morgun, Úlfhamssögu. Hlakka til. Stefni líka á að skella í nokkrar sortir með mömmu á sunnudaginn. Það verður líka gaman. Gott að hafa eitthvað til að stefna að, annað heldur en bókalestur.
Hér myndi koma brandari, ef ég myndi einhvern. En ég er fáránlega léleg í því að muna og segja brandara.
Hugur minn er semsagt í gíslingu og því hætti ég bara að bulla. Núna.
Stefni á að upplifa leiksýningu á morgun, Úlfhamssögu. Hlakka til. Stefni líka á að skella í nokkrar sortir með mömmu á sunnudaginn. Það verður líka gaman. Gott að hafa eitthvað til að stefna að, annað heldur en bókalestur.
Hér myndi koma brandari, ef ég myndi einhvern. En ég er fáránlega léleg í því að muna og segja brandara.
Hugur minn er semsagt í gíslingu og því hætti ég bara að bulla. Núna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)