miðvikudagur, 22. desember 2004

jolaskap

Undanfarna daga hef ég hlustað mikið á Ríkisútvarpið sem er hin mesta skemmtan. Það jaðrar við að dagskráin sé svolítið hátíðleg, en kannski er það bara ég að reyna að vera í hátíðarskapi. Sem hefur að vísu tekist ágætlega enda stysti dagur ársins að baki og nú tekur kraftur sólarinnar við þótt það gerist svo ofurhægt. Jólaskapið mitt er semsagt ró og friður og ekkert stress. Það er bannað. Ég vona að þetta eigi líka við í samskiptum við annað fólk, þó ég viðurkenni að hafa orðið svolítið pirruð á ostaafgreiðsludömunni í Hagkaupum, Kringlunni fyrr í dag. Hún bara blaðraði og blaðraði við 2 vinkonur sínar. En ég greip í taumana og brosti undurljúft til hennar og sagðist vera tilbúin þegar hún væri tilbúin. Keyptum 3-4 kílóa Kalkún og nú þiðnar hann inni í ísskáp. Vonandi þiðnar hann fyrir aðfangadagskvöld. Heimilismenn hafa ráðfært sig við mæður varðandi kalkúnaeldamennsku, sem verður í fyrsta skiptið hér á bæ og það besta verður tekið úr báðum áttum. Spennó.

Er að spá í að mæta í leikhúsið um hádegi á morgun, Þorláksmessu og sjá aðalæfingu jólaleikritsins, en mér finnst að ég verði að sjá það þar sem ég verð að vinna á annan jóladag við frumsýningu. Spennó. Siðaskiptaleikrit. Kaþólska kirkjan stærsta fyrirtækið...

Vona að friður verði í hjörtum flestra yfir bláhátíðarnar. Og annars alltaf með hækkandi sól.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, Anna Katrín! Ég fékk pakkann frá þér..vá, hvað það var gaman!:D Ég gerði kjúklingasalatið í fyrradag og vakti það mikla lukku. Brian og Beth elskuðu það. Þar sem þetta var fyrsta reynsla mín í eldhúsinu með kjúkling verð ég að segja að þetta heppnaðist betur en best;) Takk æðislega fyrir mig!
Þín Katrín
ps. Vonandi kemstu í gegnum jólin án stress:) (þetta hljómar e-ð illa, en þar sem að ég er búin að vera í USA í ár þá má ég tala soldið vitlaust;) chao bella...