Jamm, var að pakka niður dóti til helgarsetu í vinnu, og ofan í poka með skólabókunum fóru negulnaglar og mandarínur. Bara rétt svona til að jólast á einfaldan en öruggan hátt. Síðar í kvöld er stefnan tekin á jólabingó starfsmannafélagsins og ég get ekki beðið, enda alræmdur bingóspilari. Að vísu kem ég til að standa eitthvað bakvið barinn en er handviss um að geta afgreitt öl um leið og ég spila. Það er sko bingóvél og allt.
Fyrsta prófið að baki. Púff. Leið líkamlega illa í morgun áður en ég hélt af stað, en síðan var þetta bara venjulegt próf, og líkaminn kominn í lag. Síðasta prófið á miðvikudag. Jibbí jei. Fyrsta jólakortið barst inn um lúguna í dag. Hjartnæmt.
Farin til vinnu og í bingó.
föstudagur, 10. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ hó
Vonandi var gaman í Bingóinu. Þú ert dúlla.
Knús og kossar
Hrelli sprelli
ég skal senda þér strauma fyrir prófið á mið, gangi þér vel snúlla.
kveðja petra
Skrifa ummæli