föstudagur, 3. desember 2004

Gisli i gislingu

Er að verða tekin í gíslingu af prófundirbúningi sem lýkur 15. desember með ánægjulegu lausnargjaldi sem ég veit ekki enn hvað verður. En ég reyni að minna mig á það að þetta er gaman þegar ég er að sofna yfir málsgreinum sem hafa engin greinarmerki. Það er gaman að láta reyna á heilann sem maður notar hvort sem er bara lítinn hluta af.

Stefni á að upplifa leiksýningu á morgun, Úlfhamssögu. Hlakka til. Stefni líka á að skella í nokkrar sortir með mömmu á sunnudaginn. Það verður líka gaman. Gott að hafa eitthvað til að stefna að, annað heldur en bókalestur.

Hér myndi koma brandari, ef ég myndi einhvern. En ég er fáránlega léleg í því að muna og segja brandara.
Hugur minn er semsagt í gíslingu og því hætti ég bara að bulla. Núna.

Engin ummæli: