sunnudagur, 30. janúar 2005

helgi helgason og helga helgadottir

módel. já það er ég. var módel í gærkveldi og í dag. hvað ætli fyrirsætur séu að hugsa þegar þær eru með myndavélina fyrir framan sig? hversu krefjandi er það að túlka fyrir myndavélina? hvað þarf ljósmyndarinn að gera og segja til þess að ná ákveðnu andrúmslofti hjá fyrirsætunni? Ég komst nú ekki svo langt með rannsókn mína, því í bæði skiptin gengu tökur mjög fljótt fyrir sig. Ég held samt að þetta sé pottþétt spurning um þjálfun. Hafði gaman af. Velti þó fyrir mér á meðan þessu stóð hvort með því að horfa beint í linsuna sé maður að ýta undir það að gera kvenmanninn að hlut sem veit að verið er að horfa á sig. Sem er einmitt ólíkt því hvernig karlmenn eru oft sýndir á myndum eða eins og þeir viti ekki að verið sé að taka mynd af sér / horfa á sig. En til þess að hafa það á hreinu þá koma myndirnar ekki til með að birtast á opinberum vettvangi. Þetta eru ekki heldur erótískar myndir ef einhver skyldi hafa haldið það í ljósi ákveðinnar tísku sem er að ryðja sér til rúms hér í kynlífsgeiranum, eða myndir af stundargamani án andlita eru sendar manna á milli á netinu og í símum. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Hitti gommu af mismunandi fólki á mismunandi stöðum í gær sem er gaman. Fór á útsölu og var mætt áður en búðin opnaði klukkan 12 á hádegi. Hversu indælt er það? Búðarmaðurinn gleymdi síðan lyklunum af búðinni heima þannig að við skötuhjúin tókum okkur bara til og skutluðum honum að sækja lyklana. Eftir þetta allt saman keypti ég geisladisk af búðarmanninum. Dj Signify. Ég elska sumt hiphop. Hádegisverður í foreldrahúsum. Rækjusalat, melónur og bollur. Hvað er málið? Bolludagur er sko ekkert kominn og spennan verður minni fyrir vikið ef maður er að raða þessum bollum í sig áður en aðaldagurinn kemur, en ég giska á að markaðsöflin hafi eitthvað um þetta að segja. Útskriftarveisla í Blesugróf í Reykjavík, en því miður veit ég ekki hvaða hverfi sú gata tilheyrir. Milli Fossvogs og Breiðholts og Kópavogs. Undurljúfar veitingar. Undurljúft fólk. Heim. Hlustað einu sinni á Gillian Welch kántrýkonu. Í partý á Grettisgötuna sem var mjög líflegt og þar lenti ég einmitt í módelbransanum. Á barinn. Heim og byrjaði að horfa á Team of America sem var of frábær til þess að horfa á hana svolítið úrvinda eftir daginn. Hún bíður bara betri tíma.

2 ummæli:

Rósaklikk sagði...

Takk fyrir kvöldið á Grettisgötunni.

Hrefna sagði...

Hæ sæta,
Heyri að þetta hefur verið skemmtileg helgi hjá þér. Áhugaverðar pælingar í sambandi við að horfa í linsuna eða ekki. Hef ekki pælt í því áður.
Knús
Hrefna