kannski tækifæri, ég veit það ekki, en reyni að vera iðin við lesturinn. Er samt ekkert að fríka út strax. Enda fyrst prófið ekki fyrr en á föstudaginn eftir viku. Þess á milli vinn ég, hjóla, fer í sund, borða, sef, horfi á Desperate Housewifes og margt fleira. Þó að D.H. sé ágætis afþreying líkar mér ekki sú staðreynd hversu vinsæll þátturinn er í usa. Þar er ekki mikið gert til að létta undir þeirri ákvörðun fólks að stofna fjölskyldur, og þeir sem þora að gera það þurfa að vinna á fullu, og oft kemur það líklega betur út, fjárhagslega að einn foreldrinn sé heimavið, vegna hás dagvistunarkostnaðar, skatta, o.s.frv. Og hver ætli það sé? er það ekki hún mamma litla. Og allar litlu mömmurnar, sem langar kannski að vera úti á vinnumarkaðinum, eða í skóla, sjá sér ekki kleift að gera það vegna samfélagsins og þess vegna horfa þær bara á D.H. og þannig heldur hringrásin áfram. Valdatöfl og íhaldssamar trúartruntur sem kippa í spottana á bakvið tjöldin til að hafa samfélagið sitt fínt og framleiða bara þætti sem ,,endurspegla" samfélagið og sýna hvað það er eðlilegt, gott og gaman, og stundum erfitt, eins og þegar maður verður háður rítalíni barna sinna, að vera heimavinnandi húsmóðir.
Ég ber fulla virðingu fyrir þeim húsmæðrum og húsfeðrum sem heima eru, en þegar þetta er komið í svona massavís eins og er svo oft í henni ameríkunni, þá stendur manni bara ekki á sama, sérstaklega ekki þegar aðalsjónvarpsþátturinn er orðinn DH. Ég er meira að segja viss um að ef út í það fer að börn láti sjá sig á þessu heimili, þá verði rifist um hvor foreldrinn verði meira heima. En það er ekki á planinu, bara svona til að róa lesendur sem hafa farið að hugsa eitthvað dónó. læri læri læri og góða nótt.
föstudagur, 29. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli